„Þurfum við þá aftur að flytja mamma?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. maí 2019 10:56 Magga Stína gerði grein fyrir kröfum leigjenda og miðlaði af eigin reynslu. Vísir/vilhelm Margrét Kristín Blöndal, formaður Samtaka leigjenda, segir að á leigumarkaðnum ríki með öllu ótækt ástand. Í krafti botnlausrar gróðahyggju sé nú litið á húsnæði sem söluvöru en ekki grundvallarmannréttindi. Í dag séu leiguíbúðir skiptimynt á markaði. Hún segir að það sé afar brýnt að allir geri sér grein fyrir því að húsnæðismál séu velferðarmál. Þetta sagði Margrét Kristín, sem er betur þekkt sem Magga Stína, á Leigudeginum, samráðsfundi, sem félagsmálaráðuneytið og Íbúðalánasjóður stóðu að og fór fram á Hilton Reykjavík Nordica. Blásið var til fundarins í tilefni af fyrirhuguðum breytingum á húsaleigulögum á komandi löggjafarþingi í tengslum við hina svo kölluðu lífskjarasamninga. Magga Stína segir að samtökin leggi mikla áherslu á leiguþak. Það sé krafa sem stjórnvöld verði að taka mjög alvarlega.Gera aldrei ráð fyrir því að mega búa lengi á sama stað „Að það sé einhvers konar siðferðisvitund sem er höfð í hávegum þegar húsnæðisverð er annars vegar,“ segir Magga Stína í framsöguerindi sínu. Þá segir hún að leiguverð eigi ekki að vera hærra en sem nemur 1/5 af heildartekjum heimilisins. Mikill fjöldi fólks borgi 60-100% af heildartekjum í leigu. „Það er bara eitthvað mikið rangt“. Magga Stína segir að Íbúðalánasjóður líti á Svíþjóð sem fyrirmynd í leigumálum. Í Svíþjóð séu Samtök leigjenda á meðal virtustu og öflugustu samtaka landsins sem gæta að því allt sé reglum samkvæmt. Þá sé gætt að réttindum allra hlutaðeigandi; leigjenda og leigusala.Leigjendur fjölmenntu á samráðsfundinn.Vísir/vilhelm„Húsnæðisöryggi fólks er grundvallaratriði tilveru okkar og barnanna okkar. Það hvílir á því hvar við búum og að við þurfum ekki að flytja okkur um set.“ Í dag sé staðan á leigumarkaði þannig að leigjendur gangi að því vísu að þurfa að flytja oft. „Maður gerir aldrei ráð fyrir því að maður fái að búa á sama stað lengi“. Magga Stína rifjar upp atvik í erindi sínu þegar leigusalanum hennar fannst hún hafa of hátt. Hann hafi bankað upp á hjá henni og misst stjórn á skapi sínu. Barnið hennar Möggu Stínu stóð í dyragættinni og varð vitni að látunum. Magga Stína lýsir viðbrögðum barnsins þegar leigusalinn var farinn. „Þurfum við þá aftur að flytja mamma?“Brýnt að efla og styrkja Samtök leigjenda Magga Stína segir að það sé afar mikilvægt að efla og styrkja Samtök leigjenda og hefja þau til vegs og virðingar líkt og er gert í Svíþjóð. Þannig séu þau betur í stakk búin til að gæta réttinda leigjenda. „Eins og staðan er í dag höfum við ekki mikil tök á því. Það er enginn starfsmaður, það er ekkert húsnæði. Við erum bara nokkur sem hittumst á kaffihúsum og töpum okkur við hvert annað,“ segir Magga Stína. Húsnæðismál Tengdar fréttir Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30 Steinunn Ólína um sambúð með Möggu Stínu: „Meiri stuðningur, minna basl jafngildir betri líðan“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. 2. maí 2019 10:46 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Margrét Kristín Blöndal, formaður Samtaka leigjenda, segir að á leigumarkaðnum ríki með öllu ótækt ástand. Í krafti botnlausrar gróðahyggju sé nú litið á húsnæði sem söluvöru en ekki grundvallarmannréttindi. Í dag séu leiguíbúðir skiptimynt á markaði. Hún segir að það sé afar brýnt að allir geri sér grein fyrir því að húsnæðismál séu velferðarmál. Þetta sagði Margrét Kristín, sem er betur þekkt sem Magga Stína, á Leigudeginum, samráðsfundi, sem félagsmálaráðuneytið og Íbúðalánasjóður stóðu að og fór fram á Hilton Reykjavík Nordica. Blásið var til fundarins í tilefni af fyrirhuguðum breytingum á húsaleigulögum á komandi löggjafarþingi í tengslum við hina svo kölluðu lífskjarasamninga. Magga Stína segir að samtökin leggi mikla áherslu á leiguþak. Það sé krafa sem stjórnvöld verði að taka mjög alvarlega.Gera aldrei ráð fyrir því að mega búa lengi á sama stað „Að það sé einhvers konar siðferðisvitund sem er höfð í hávegum þegar húsnæðisverð er annars vegar,“ segir Magga Stína í framsöguerindi sínu. Þá segir hún að leiguverð eigi ekki að vera hærra en sem nemur 1/5 af heildartekjum heimilisins. Mikill fjöldi fólks borgi 60-100% af heildartekjum í leigu. „Það er bara eitthvað mikið rangt“. Magga Stína segir að Íbúðalánasjóður líti á Svíþjóð sem fyrirmynd í leigumálum. Í Svíþjóð séu Samtök leigjenda á meðal virtustu og öflugustu samtaka landsins sem gæta að því allt sé reglum samkvæmt. Þá sé gætt að réttindum allra hlutaðeigandi; leigjenda og leigusala.Leigjendur fjölmenntu á samráðsfundinn.Vísir/vilhelm„Húsnæðisöryggi fólks er grundvallaratriði tilveru okkar og barnanna okkar. Það hvílir á því hvar við búum og að við þurfum ekki að flytja okkur um set.“ Í dag sé staðan á leigumarkaði þannig að leigjendur gangi að því vísu að þurfa að flytja oft. „Maður gerir aldrei ráð fyrir því að maður fái að búa á sama stað lengi“. Magga Stína rifjar upp atvik í erindi sínu þegar leigusalanum hennar fannst hún hafa of hátt. Hann hafi bankað upp á hjá henni og misst stjórn á skapi sínu. Barnið hennar Möggu Stínu stóð í dyragættinni og varð vitni að látunum. Magga Stína lýsir viðbrögðum barnsins þegar leigusalinn var farinn. „Þurfum við þá aftur að flytja mamma?“Brýnt að efla og styrkja Samtök leigjenda Magga Stína segir að það sé afar mikilvægt að efla og styrkja Samtök leigjenda og hefja þau til vegs og virðingar líkt og er gert í Svíþjóð. Þannig séu þau betur í stakk búin til að gæta réttinda leigjenda. „Eins og staðan er í dag höfum við ekki mikil tök á því. Það er enginn starfsmaður, það er ekkert húsnæði. Við erum bara nokkur sem hittumst á kaffihúsum og töpum okkur við hvert annað,“ segir Magga Stína.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30 Steinunn Ólína um sambúð með Möggu Stínu: „Meiri stuðningur, minna basl jafngildir betri líðan“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. 2. maí 2019 10:46 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30
Steinunn Ólína um sambúð með Möggu Stínu: „Meiri stuðningur, minna basl jafngildir betri líðan“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. 2. maí 2019 10:46