Hatari fær harða samkeppni frá Portúgal þegar kemur að skrýtnasta atriðinu Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2019 14:19 Atriði Hatara og Portúgals eru talin eiga eftir að vekja mikið umtal. Eurovision Erlendir Eurovision-fræðingar eru á því að miklar framfarir hafi orðið á atriði Hatara á milli fyrstu og annarrar æfingarinnar.Nokkrir höfðu á orði að á fyrri æfingunni hefði vantað stuðning við söng Klemens Nikulássonar Hannigan, annars af söngvurum Hatara, á sviði. Var búið að bæta úr því að mati fræðinganna sem fylgdust með æfingu Hatara í gær. Þá söknuðu þeir sleggjunnar sem trommari Hatara, Einar Hrafn Stefánsson, hafði notað í forkeppninni á Íslandi. Notaðist Einar við svipur á fyrri æfingunni en þeim var skipt út fyrir annarskonar sleggju/priks á seinni æfingunni. Fræðingarnir, þar á meðal Matt Fredericks hjá ESC Younited, voru ánægðir með að sjá þá breytingu á atriðinu, um væri að ræða framför en þó hefði Matt vilja sjá Einar sveifla sleggjunni með sama móti og hann gerði á Íslandi.Matt og félagi hans ræddu möguleika Hatara í Eurovision þetta árið og telja að atriðið eigi góða möguleika hjá áhorfendum. Meiri óvissa ríkir varðandi hvernig dómnefndir þjóðanna taka í atriðið. Matt bendir á að nýtt fyrirkomulag dómnefndanna geri það að verkum að ef þrír úr fimm manna dómnefnd gefa atriðum mörg stig en tveir gefa því fá stig, þá dragi það ekki atriðið eins harkalega niður eins og áður hefði geta gerst.EurovisionMatt og félagi hans bera atriði Hatara saman við atriði finnsku hljómsveitarinnar Lordi sem vann keppnina árið 2006. Þegar Lordi vann voru engar dómnefndir og fengu áhorfendur alfarið að ráða úrslitunum. Veltu þeir því fyrir sér hvort að dómnefndir hefðu komið í veg fyrir að Lordi hefði unnið.Einar með sleggjuna góðu.EurovisionÞeirra mat var að ákveðinn húmor hefði verið í atriði Lordi sem hefði gert mikið fyrir það. Atriði Hatara er hins vegar að þeirra mati mun harkalegra og líkt og það hafi verið klippt út úr martröð. „Pabbi minn sagði að honum væri sama hvernig hann myndi deyja, svo lengi sem hann yrði ekki étinn lifandi af dýri. Ég segi það sama, nema ég vona að ég verði ekki fyrir barðinu á Hatara,“ sagði félagi Matt og hlógu þeir félagar dátt. En Einar lenti hins vegar í vandræðum með sleggjuna sem hann notaði í gær því svo virðist sem annar endi hennar hafi brotnað af henni. Ef fylgst var með framvindu sleggjumálsins á Instagram-reikningi Ríkisútvarpsins kom í ljós að starfsmenn Ríkisútvarpsins unnu hörðum höndum að því að „föndra“ þessa sleggju í höllinni þar sem hátíðin fer fram. Phil Colclough, hjá One Europe, fagnaði því að sleggjan væri komin aftur en viðurkenndi að hafa hlegið þegar annar endi hennar virðist hafa liðast af henni í hamaganginum á sviðinu. Colclough segir blaðamenn ekki endilega hafa áttað sig á þessu atriði en sagði það engu máli skipta fyrir Hatara-menn. Þeir væru að stefna að því að heilla áhorfendur og koma sér þannig í úrslitin. Þegar hann varpar upp þeirri spurningu hvernig atriðið hefði litið út segir hann: „Nákvæmlega eins og þú hefði ímyndað þér það. Einstaklega ógnvekjandi fyrir hinn almenna áhorfanda.“Conan Osiris, fulltrúi Portúgal, ásamt félaga sínum.EurovisionColclough segir lag Hatara að sínu mati ekki eiga eftir að hafa úrslitaáhrifin á það hvort að atriðið komist í úrslit keppninnar. Athyglin muni beinast að Hatara-mönnum og atriðið sé hannað þannig. Það sé alfarið undir þeim komið hvernig þeim mun vegna en Colclough spáir þeim í úrslitin.Colclough bendir þó á að Hatari muni fá harða samkeppni frá Portúgal þegar kemur að umtalaðasta atriðinu. Þar er á ferðinni Conan Osiris með lagið Telemóveis. Verður Portúgalinn á fyrra undankvöldi Eurovision í Ísrael ásamt Hatara. Osiris nýtur þar aðstoðar annars manns þar sem þeir fara mikinn með afar sérstæðum danshreyfingum á sviði. Sjón er sögu ríkari. Eurovision Ísrael Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Erlendir Eurovision-fræðingar eru á því að miklar framfarir hafi orðið á atriði Hatara á milli fyrstu og annarrar æfingarinnar.Nokkrir höfðu á orði að á fyrri æfingunni hefði vantað stuðning við söng Klemens Nikulássonar Hannigan, annars af söngvurum Hatara, á sviði. Var búið að bæta úr því að mati fræðinganna sem fylgdust með æfingu Hatara í gær. Þá söknuðu þeir sleggjunnar sem trommari Hatara, Einar Hrafn Stefánsson, hafði notað í forkeppninni á Íslandi. Notaðist Einar við svipur á fyrri æfingunni en þeim var skipt út fyrir annarskonar sleggju/priks á seinni æfingunni. Fræðingarnir, þar á meðal Matt Fredericks hjá ESC Younited, voru ánægðir með að sjá þá breytingu á atriðinu, um væri að ræða framför en þó hefði Matt vilja sjá Einar sveifla sleggjunni með sama móti og hann gerði á Íslandi.Matt og félagi hans ræddu möguleika Hatara í Eurovision þetta árið og telja að atriðið eigi góða möguleika hjá áhorfendum. Meiri óvissa ríkir varðandi hvernig dómnefndir þjóðanna taka í atriðið. Matt bendir á að nýtt fyrirkomulag dómnefndanna geri það að verkum að ef þrír úr fimm manna dómnefnd gefa atriðum mörg stig en tveir gefa því fá stig, þá dragi það ekki atriðið eins harkalega niður eins og áður hefði geta gerst.EurovisionMatt og félagi hans bera atriði Hatara saman við atriði finnsku hljómsveitarinnar Lordi sem vann keppnina árið 2006. Þegar Lordi vann voru engar dómnefndir og fengu áhorfendur alfarið að ráða úrslitunum. Veltu þeir því fyrir sér hvort að dómnefndir hefðu komið í veg fyrir að Lordi hefði unnið.Einar með sleggjuna góðu.EurovisionÞeirra mat var að ákveðinn húmor hefði verið í atriði Lordi sem hefði gert mikið fyrir það. Atriði Hatara er hins vegar að þeirra mati mun harkalegra og líkt og það hafi verið klippt út úr martröð. „Pabbi minn sagði að honum væri sama hvernig hann myndi deyja, svo lengi sem hann yrði ekki étinn lifandi af dýri. Ég segi það sama, nema ég vona að ég verði ekki fyrir barðinu á Hatara,“ sagði félagi Matt og hlógu þeir félagar dátt. En Einar lenti hins vegar í vandræðum með sleggjuna sem hann notaði í gær því svo virðist sem annar endi hennar hafi brotnað af henni. Ef fylgst var með framvindu sleggjumálsins á Instagram-reikningi Ríkisútvarpsins kom í ljós að starfsmenn Ríkisútvarpsins unnu hörðum höndum að því að „föndra“ þessa sleggju í höllinni þar sem hátíðin fer fram. Phil Colclough, hjá One Europe, fagnaði því að sleggjan væri komin aftur en viðurkenndi að hafa hlegið þegar annar endi hennar virðist hafa liðast af henni í hamaganginum á sviðinu. Colclough segir blaðamenn ekki endilega hafa áttað sig á þessu atriði en sagði það engu máli skipta fyrir Hatara-menn. Þeir væru að stefna að því að heilla áhorfendur og koma sér þannig í úrslitin. Þegar hann varpar upp þeirri spurningu hvernig atriðið hefði litið út segir hann: „Nákvæmlega eins og þú hefði ímyndað þér það. Einstaklega ógnvekjandi fyrir hinn almenna áhorfanda.“Conan Osiris, fulltrúi Portúgal, ásamt félaga sínum.EurovisionColclough segir lag Hatara að sínu mati ekki eiga eftir að hafa úrslitaáhrifin á það hvort að atriðið komist í úrslit keppninnar. Athyglin muni beinast að Hatara-mönnum og atriðið sé hannað þannig. Það sé alfarið undir þeim komið hvernig þeim mun vegna en Colclough spáir þeim í úrslitin.Colclough bendir þó á að Hatari muni fá harða samkeppni frá Portúgal þegar kemur að umtalaðasta atriðinu. Þar er á ferðinni Conan Osiris með lagið Telemóveis. Verður Portúgalinn á fyrra undankvöldi Eurovision í Ísrael ásamt Hatara. Osiris nýtur þar aðstoðar annars manns þar sem þeir fara mikinn með afar sérstæðum danshreyfingum á sviði. Sjón er sögu ríkari.
Eurovision Ísrael Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira