Lífið

Svekktir að hafa misst af BDSM-partý Hatara

Stefán Árni Pálsson skrifar
Benedikt Bóas og Ingólfur eru gestir Júrógarðsins í dag.
Benedikt Bóas og Ingólfur eru gestir Júrógarðsins í dag.

Hatari stígur stígur á sviðið í fyrri undanriðlinum í Eurovision á þriðjudag og er því stemningin í Tel Aviv orðin mikil í íslenska hópnum.

Íslenskir fjölmiðlamenn og Hatara-hópurinn dvelur á Dan Panoram hótelinu við ströndina í Tel Aviv og eru flestir mættir á svæðið. Í Júrógarðinum í dag er rætt við þá Bendikt Bóas Hinriksson og Ingólf Grétarsson frá Fréttablaðinu.

Ferðalagið til Tel Aviv tekur yfir 15 klukkustundir með millilendingu og fór það ekki neitt sérstaklega vel í fjölmiðlamenn frá eyjunni fögru.

Menn eru samt sem áður klárir í slaginn en á sama tíma svekktir að hafa misst af BDSM-teiti sem Hatarahópurinn fór í gærkvöldi.

Nauðsynlegt var að klæðast einhverju kinkí og var auðvelt fyrir liðsmenn Hatara  að græja það. Það var aftur á móti erfiðara fyrir aðra í hópnum sem urðu að grípa til sinna ráða eins og fram kemur í fyrsta Júrógarðsþættinum frá Tel Aviv.

Á morgun verður opnunarhátíð Eurovision og þá mun íslenski hópurinn meðal annars ganga appelsínugula dregilinn og ræða við fjölmiðlamenn en athygli á atriði Íslands hér úti er gríðarleg.

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Júrógarðurinn er í boði Domino´s.


Tengdar fréttir

Flugdólgar og fótaplássleysi á fimmtán tíma ferðalagi til Hataranna í Tel Aviv

Flug fram og til baka til Tel Aviv á fimmtíu þúsund kall. Já, þrátt fyrir brotthvarf WOW air er enn hægt að fá flug frá eyjunni fögru út í hinn stóra heim án þess að brjóta sparibaukinn. Það er að segja ef maður sættir sig við næturflug með Wizz air, heimsmeistaranum í litlu fótaplássi, og sjö tíma millilendingu á leiðinni.

Hatari sleppur við stærstu kanónurnar

Hollendingum, Rússum, Ítölum, Svíum, Aserum, Svisslendingum og Maltverjum er spáð sjö efstu sætunum í Eurovision í ár. Íslandi er spáð áttunda sæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.