„Ég held að Hatari sé að gera þetta alveg rétt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. maí 2019 11:00 Friðrik Ómar og Regína Ósk eru fyrstu gestir Júrógarðsins í ár. Hatari stígur á sviðið í Expo-höllinni á þriðjudagskvöldið og flytur þá lagið Hatrið mun sigra á fyrra undankvöldinu en sveitin er 13. á svið. Friðrik Ómar og Regína Ósk eru reynsluboltar þegar kemur að Eurovision og tóku þau saman þátt árið 2008 í Belgrad. Þá fluttu þau lagið This Is My Life og gerðu það algjörlega óaðfinnanlega. Þau eru fyrstu gestir Júrógarðsins árið 2019 en þátturinn var tekinn upp hér á landi í vikunni. Næstu tíu daga verður Júrógarðurinn á Vísi á hverjum degi og það frá Tel Aviv. Friðrik og Regína fóru yfir stöðuna fyrir keppnina og eru þau bæði mjög bjartsýn á framhaldið. Bæði segja þau að Hatari fljúgi áfram í lokakvöldið. Þau voru sammála um að atriðið væri frábært og allt öðruvísi en Ísland hafi nokkur tímann sent út. Friðrik Ómar spáir Íslandi 12. sætinu og Regína Ósk 5. sæti.Mikið hefur verið fjallað um staðsetningu keppninnar í ár. „Þessi keppni er þetta sameiningartákn og hún verður að standa af sér allt. Fyrst þeir ætla sér alltaf að halda keppnina og engin pólitík, þá verður það bara að vera þannig. Maður skilur alveg allar þessar raddir samt en það er alltaf eitthvað fallegt við þessa keppni,“ segir Friðrik Ómar um þá staðreynd að keppnin sé haldin í Ísrael. „Ég held að Hatari sé að gera þetta alveg rétt. Það er þannig í sögu keppninnar að það hefur engum verið vísað úr henni og það hefur ýmislegt verið sagt og gert og þeir vita alveg línuna og RÚV líka.“Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður Kolbeinn Tumi Daðason einnig á svæðinu og mun hann ýmist skrifa pistla og fréttir frá Tel Aviv en Júrógarðurinn er í boði Domino´s. Eurovision Júrógarðurinn Tengdar fréttir Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. 5. maí 2019 15:11 MMR: Íslendingar bjartsýnir á gott gengi Hatara Miðflokksmenn og Framsóknarmenn hins vegar líklegastir til að vera svartsýnir í garð framlag Íslands. 8. maí 2019 14:29 Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra. 9. maí 2019 13:41 Fullyrðir að Hatari dansi ekki aðeins á línunni heldur traðki á henni Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, rétt náði að segja orðið hernám á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar í Tel Aviv en það var nóg til að komast í fyrirsagnir. 10. maí 2019 09:15 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Hatari stígur á sviðið í Expo-höllinni á þriðjudagskvöldið og flytur þá lagið Hatrið mun sigra á fyrra undankvöldinu en sveitin er 13. á svið. Friðrik Ómar og Regína Ósk eru reynsluboltar þegar kemur að Eurovision og tóku þau saman þátt árið 2008 í Belgrad. Þá fluttu þau lagið This Is My Life og gerðu það algjörlega óaðfinnanlega. Þau eru fyrstu gestir Júrógarðsins árið 2019 en þátturinn var tekinn upp hér á landi í vikunni. Næstu tíu daga verður Júrógarðurinn á Vísi á hverjum degi og það frá Tel Aviv. Friðrik og Regína fóru yfir stöðuna fyrir keppnina og eru þau bæði mjög bjartsýn á framhaldið. Bæði segja þau að Hatari fljúgi áfram í lokakvöldið. Þau voru sammála um að atriðið væri frábært og allt öðruvísi en Ísland hafi nokkur tímann sent út. Friðrik Ómar spáir Íslandi 12. sætinu og Regína Ósk 5. sæti.Mikið hefur verið fjallað um staðsetningu keppninnar í ár. „Þessi keppni er þetta sameiningartákn og hún verður að standa af sér allt. Fyrst þeir ætla sér alltaf að halda keppnina og engin pólitík, þá verður það bara að vera þannig. Maður skilur alveg allar þessar raddir samt en það er alltaf eitthvað fallegt við þessa keppni,“ segir Friðrik Ómar um þá staðreynd að keppnin sé haldin í Ísrael. „Ég held að Hatari sé að gera þetta alveg rétt. Það er þannig í sögu keppninnar að það hefur engum verið vísað úr henni og það hefur ýmislegt verið sagt og gert og þeir vita alveg línuna og RÚV líka.“Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður Kolbeinn Tumi Daðason einnig á svæðinu og mun hann ýmist skrifa pistla og fréttir frá Tel Aviv en Júrógarðurinn er í boði Domino´s.
Eurovision Júrógarðurinn Tengdar fréttir Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. 5. maí 2019 15:11 MMR: Íslendingar bjartsýnir á gott gengi Hatara Miðflokksmenn og Framsóknarmenn hins vegar líklegastir til að vera svartsýnir í garð framlag Íslands. 8. maí 2019 14:29 Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra. 9. maí 2019 13:41 Fullyrðir að Hatari dansi ekki aðeins á línunni heldur traðki á henni Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, rétt náði að segja orðið hernám á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar í Tel Aviv en það var nóg til að komast í fyrirsagnir. 10. maí 2019 09:15 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. 5. maí 2019 15:11
MMR: Íslendingar bjartsýnir á gott gengi Hatara Miðflokksmenn og Framsóknarmenn hins vegar líklegastir til að vera svartsýnir í garð framlag Íslands. 8. maí 2019 14:29
Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra. 9. maí 2019 13:41
Fullyrðir að Hatari dansi ekki aðeins á línunni heldur traðki á henni Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, rétt náði að segja orðið hernám á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar í Tel Aviv en það var nóg til að komast í fyrirsagnir. 10. maí 2019 09:15