Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Atkvæðagreiðsla um þungunarrofs frumvarpið hófst á Alþingi klukkan fimm. Hart hefur verið tekist á um málið á Alþingi í dag og áður en atkvæðagreiðsla hófst var tillaga um frestun felld. Við verðum í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30, þar sem greint verður frá nýjustu tíðindum af málinu.

Þriðji orkupakkinn var afgreiddur úr utanríkismálanefnd í dag og fer hann í aðra umræðu á Alþingi á morgun. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu Miðflokksmanna að málsmeðferð utanríkismálanefndar vegna þriðja orkupakkans hafi verið óboðleg. Logi hrósar formanni nefndarinnar fyrir fagleg vinnubrögð.

Rætt verður við Kristinn Hrafnsson, ritstjóra Wikileaks, um mál Julian Assange en saksóknari í Svíþjóð ætlar á nýjan leik að opna rannsókn á nauðungarmáli gegn honum. Sænsk yfirvöld hafa óskað eftir að fá Assange framseldan og einnig liggur fyrir framsalsbeiðni af hálfu Bandaríkjanna.

Þá verður rætt við Þorstein Víglundsson um tillögur að breyttu framfærslukerfi almannatrygginga auk þess sem við ræðum við meðlimi Hatara en hópurinn stígur á svið fyrir dómara í Tel Aviv í kvöld.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Vísis og Stöðvar 2 í kvöldfréttum klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×