Lífið

Hatari negldi dómararennslið og trommugimpið er kominn með nýja kylfu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Klemens stóð sig vel í kvöld.
Klemens stóð sig vel í kvöld. mynd/ eurovision.tv/Thomas Hanses

Hatari flutti lagið Hatrið mun sigra á dómararennslinu í Expo-höllinni í Tel Aviv rétt í þessu og gekk það mjög vel.

Atriðið rann vel í gegn og var enn meiri kraftur í flutningum miðað við æfinguna fyrr í dag.

Viðbrögðin við atriðinu voru frábær inni í blaðamannahöllinni og var öskrað og klappað.

Athygli vakti að Einar trommugimp var kominn með nýja kylfu á sviðinu í kvöld og er atriðið greinilega fullmótað eftir dómararennslið.

Hatari fer 13. á svið annað kvöld á fyrri undanriðlinum í Eurovision árið 2019. Íslendingum er spáð áfram af helstu veðbönkum og það nokkuð sannfærandi.

 
 
 
View this post on Instagram
Trommugimpið okkar er kominn með nýja kylfu! Dómararennslið er að hefjast! #12stig #Eurovision
A post shared by RÚV (@ruvgram) on

Fáses var í beinni útsendingu á Facebook og fóru þau yfir atriði Hatara. Rætt var við íslenska hópinn á appelsínugula dreglinum við Habima torgið í Tel Aviv í kvöldfréttum Stöðvar 2.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.