Innlent

Sveiflaði öxi í átt að lögreglumönnum og hjó ítrekað í lögreglubíl

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla hefur í mörg horn að líta.
Lögregla hefur í mörg horn að líta. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, brot á vopnalögum, tilraunar til sérlegra hættulegrar líkamsárásar og eignaspjöll. Maðurinn ógnaði lögreglumönnum með öxi og skemmdi lögreglubíl þeirra.

Maðurinn var yfirbugaður af lögreglumönnum fyrir utan heimili hans í Reykjanesbæ þann 15. september á síðasta ári. Áður en lögregla náði að yfirbuga hann hafði hann sveiflað öxi ítrekað í átt til þeirra, bæði inn á heimili hans sem og á bílastæðinu fyrir utan.

Þá hjó hann ítrekað með öxinni í lögreglubílinn sem lögreglumennirnir komu á í útkallið. Skemmdi hann rúður bílsins, lista og vélarhlíf.

Maðurinn játaði sök og mat Héraðsdómur Reykjaness það honum til málsbóta í málinu auk þess sem að hann var samvinnuþýður við rannsókn málsins. Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur í níu mánaða fangelsi en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára.

Þá samþykkti maðurinn að greiða embætti ríkislögreglustjóra rúma milljón vegna skemmdanna sem hann vann á lögreglubílnum. Auk þess var öxi mannsins gerð upptæk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.