Lífið

Hatari skríður áfram upp listann

Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar
Þjóðirnar tíu sem tryggðu sér sæti í úrslitunum í gær.
Þjóðirnar tíu sem tryggðu sér sæti í úrslitunum í gær. Andres Putting
Uppfært 10:30 : Hatrið mun sigra er komið upp í fimmta sæti á listanum.



Hatari með lagið Hatrið mun sigra situr nú í sjötta sæti veðbanka yfir þau framlög sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár.

Hatari komst upp úr fyrri undanúrslitariðlinum í gær en tíu þjóðir tryggðu sæti sitt í úrslitum. Var mikil spenna enda hafði hvorki verið minnsta á Ástralíu né Ísland þegar fjögur laus sæti voru eftir.

En viti menn. Næstir upp úr hattinum voru Ástralir og Íslendingar í framhaldinu. Ástralir sitja í þriðja sæti veðbanka en atriði Kate Miller-Heidke, Zero Gravity, hefur vakið mikla athygli.

Taldar eru 6 prósent líkur á sigri Íslands sem klifrað hefur upp úr 10. sæti undanfarna daga. Síðari undanúrslitariðillinn er á morgun sem almennt er talinn sá sterkari. Er mat manna að þar sé betri lög að finna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×