Við viljum vanda okkur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. maí 2019 08:45 Nú er föstumánuðurinn ramadan hjá aröbunum og bærinn fékk sýrlenskan kokk til að sjá um veislu, að sögn Guðrúnar Margrétar. Fréttablaðið/Anton Brink Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, mannfræðingur og verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, er á leið út á Keflavíkurflugvöll þegar ég næ sambandi við hana. Hún er að ná í hóp sem að stærstum hluta eignast heimili á Blönduósi og brunar beint þangað, en ein fjölskylda ætlar að setjast að í Árborg því þar hefur hún tengsl. Fyrsti hópurinn er kominn norður á Hvammstanga. Síðar bætist ein sex manna fjölskylda við á Blönduós. „Við erum búin að standsetja níu íbúðir, fjórar á Blönduósi og fimm á Hvammstanga, þannig að það er búið að vera nóg að gera,“ segir Guðrún Margrét glaðlega en tekur fram að hún sé aldeilis ekki ein í þessu. „Við fáum íbúðirnar frá bænum og vinnan við að standsetja þær hefur mikið lent á sjálfboðaliðum Rauða krossins fyrir norðan, þetta er búin að vera heilmikil vinna fyrir þá.“ Guðrún Margrét hóf störf við verkefnið 1. apríl. „Ég bý á Hvammstanga í ár og hef mest unnið þar, því við höfum haft dúndur sjálfboðaliða á Blönduósi, konu sem hefur búið í Gambíu og Haítí, verið sendifulltrúi og tekið þátt í alls konar verkefnum.“ Nú er Guðrún Margrét á ferð með Valdimari O. Hermannssyni, bæjarstjóra á Blönduósi, Þórunni Ólafsdóttur, sem ráðin var verkefnastjóri bæjarins vegna komu flóttamannanna, og Kinan Kadoni, túlki og menningarmiðlara. Guðrún Margrét kann arabísku og kveðst hafa verið túlkur á Vestfjörðum í fyrravetur þegar þar var tekið á móti flóttamönnum á Flateyri, Ísafirði og Súðavík. „Ég er svo hamingjusöm að þurfa ekki að vera túlkur núna, heldur bara geta talað arabísku en þurfa ekki að vita hvernig á að segja allt undir sólinni. Aröbum finnst alltaf fyndið þegar ljóshært fólk talar arabísku!“ Hún býst við að hópurinn verði seint kominn norður um kvöldið. Samt ætli stuðningsfjölskyldur flóttafólksins að bíða eftir því og bjóða það velkomið. Það sé mikilvægt. Þá verði tilfinningin betri fyrstu nóttina. „Ég tók viðtöl við allt flóttafólkið sem kom til Vestfjarða í fyrra og því fannst svo yndislegt að sjá vingjarnleg andlit strax og það kom í nýju heimkynnin.“ Stór matarveisla verður á mánudaginn fyrir flóttafólkið, sjálfboðaliðana og bæjarbúa, að sögn Guðrúnar. „Bærinn sér um veisluna og fékk sýrlenskan kokk til að sjá um hana. „Nú er föstumánuðurinn ramadan hjá aröbunum og hún er þeim svo þýðingarmikil, þeir eru vanir að vera með fjölskyldunni sinni þá. Þetta er eins og fyrir okkur að mæta einhvers staðar á aðfangadagskvöld. Rauði krossinn útbjó gjafakörfur til að gefa fjölskyldunum, með alls konar mat sem fólkið kannast við og er úr arabísku búðunum, Istanbúl Market og Jerusalem Market.“ Nú nálgast Guðrún flugvöllinn og brátt hefst móttakan þar. „Við viljum vanda okkur,“ segir hún. „Nína Helgadóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, og Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá félagsmálaráðuneytinu, verða við landganginn að fagna fólkinu. Þær fóru einmitt til Líbanon að hitta það og taka viðtöl við það, þannig að fyrstu andlitin sem það sér þegar það kemur til Íslands verða kunnugleg. Það skiptir miklu máli.“ Árborg Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Flóttafólk á Íslandi Húnaþing vestra Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, mannfræðingur og verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, er á leið út á Keflavíkurflugvöll þegar ég næ sambandi við hana. Hún er að ná í hóp sem að stærstum hluta eignast heimili á Blönduósi og brunar beint þangað, en ein fjölskylda ætlar að setjast að í Árborg því þar hefur hún tengsl. Fyrsti hópurinn er kominn norður á Hvammstanga. Síðar bætist ein sex manna fjölskylda við á Blönduós. „Við erum búin að standsetja níu íbúðir, fjórar á Blönduósi og fimm á Hvammstanga, þannig að það er búið að vera nóg að gera,“ segir Guðrún Margrét glaðlega en tekur fram að hún sé aldeilis ekki ein í þessu. „Við fáum íbúðirnar frá bænum og vinnan við að standsetja þær hefur mikið lent á sjálfboðaliðum Rauða krossins fyrir norðan, þetta er búin að vera heilmikil vinna fyrir þá.“ Guðrún Margrét hóf störf við verkefnið 1. apríl. „Ég bý á Hvammstanga í ár og hef mest unnið þar, því við höfum haft dúndur sjálfboðaliða á Blönduósi, konu sem hefur búið í Gambíu og Haítí, verið sendifulltrúi og tekið þátt í alls konar verkefnum.“ Nú er Guðrún Margrét á ferð með Valdimari O. Hermannssyni, bæjarstjóra á Blönduósi, Þórunni Ólafsdóttur, sem ráðin var verkefnastjóri bæjarins vegna komu flóttamannanna, og Kinan Kadoni, túlki og menningarmiðlara. Guðrún Margrét kann arabísku og kveðst hafa verið túlkur á Vestfjörðum í fyrravetur þegar þar var tekið á móti flóttamönnum á Flateyri, Ísafirði og Súðavík. „Ég er svo hamingjusöm að þurfa ekki að vera túlkur núna, heldur bara geta talað arabísku en þurfa ekki að vita hvernig á að segja allt undir sólinni. Aröbum finnst alltaf fyndið þegar ljóshært fólk talar arabísku!“ Hún býst við að hópurinn verði seint kominn norður um kvöldið. Samt ætli stuðningsfjölskyldur flóttafólksins að bíða eftir því og bjóða það velkomið. Það sé mikilvægt. Þá verði tilfinningin betri fyrstu nóttina. „Ég tók viðtöl við allt flóttafólkið sem kom til Vestfjarða í fyrra og því fannst svo yndislegt að sjá vingjarnleg andlit strax og það kom í nýju heimkynnin.“ Stór matarveisla verður á mánudaginn fyrir flóttafólkið, sjálfboðaliðana og bæjarbúa, að sögn Guðrúnar. „Bærinn sér um veisluna og fékk sýrlenskan kokk til að sjá um hana. „Nú er föstumánuðurinn ramadan hjá aröbunum og hún er þeim svo þýðingarmikil, þeir eru vanir að vera með fjölskyldunni sinni þá. Þetta er eins og fyrir okkur að mæta einhvers staðar á aðfangadagskvöld. Rauði krossinn útbjó gjafakörfur til að gefa fjölskyldunum, með alls konar mat sem fólkið kannast við og er úr arabísku búðunum, Istanbúl Market og Jerusalem Market.“ Nú nálgast Guðrún flugvöllinn og brátt hefst móttakan þar. „Við viljum vanda okkur,“ segir hún. „Nína Helgadóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, og Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá félagsmálaráðuneytinu, verða við landganginn að fagna fólkinu. Þær fóru einmitt til Líbanon að hitta það og taka viðtöl við það, þannig að fyrstu andlitin sem það sér þegar það kemur til Íslands verða kunnugleg. Það skiptir miklu máli.“
Árborg Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Flóttafólk á Íslandi Húnaþing vestra Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira