Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Kristín Ólafsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 16. maí 2019 15:38 Slysið varð á Suðurlandsvegi við Hofgarð, skammt norðan Fagurhólsmýrar. loftmyndir.is Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina. Rútan er frá hópbifreiðafyrirtækinu Trex og var á ferð með hóp erlendra ferðamanna. Viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. Þá hefur Suðurlandsvegi verið lokað við slysstað. Hinir 28 sem um borð voru í rútunni eru ekki taldir alvarlega slasaðir og verða þeir fluttir heilbrigðisstofnanir í grennd við slysstað eða í fjöldahjálparstöð. Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að björgunarsveitir úr Öræfum hafi verið kallaðar út strax og tilkynnt var um slysið klukkan 15:05. Fyrstu hóparnir hafi mætt á staðinn um klukkan 15:30. Fleiri sveitir voru svo kallaðar út frá Selfossi og austur á Höfn skömmu síðar. Þá eru hópar viðbragðsaðila einnig á leiðinni á slysstað frá Reykjavík. Mikill viðbúnaður er á vettvangi í samræmi við viðbragðsáætlun hópslysa sem var virkjuð þegar tilkynnt var um slysið. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda slasaðra en Davíð segir a.m.k. nokkra hafa slasast í slysinu. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð á Kirkjubæjarklaustri en ekki var búið að flytja neinn þangað af slysstað nú skömmu eftir klukkan 16. Í fyrstu tilkynningu frá ríkislögreglustjóra sem barst klukkan 15:35 vegna slyssins kom fram að allt viðbragð miðist við hópslys og áætlun í samhengi við það. Umfang og stig meiðsla var þá ekki ljóst en eitthvað um beinbrot og skrámur. Var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og samhæfingarmiðstöð í Skógarhlíð virkjuð.Björgunar- og eftirlitsflugvél TF Sif er á leiðinni í loftið með greiningarsveit frá Landspítala og stórslysabúnað sem varpa á úr fallhlíf á slysstað.vísir/vilhelmUppfært klukkan 16:27: Samkvæmt upplýsingum frá Ásgrími L. Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, á þyrlan sem kölluð var út að lenda eftir um 20 mínútur. Ekki var tiltæk önnur þyrla hjá Gæslunni en danskt varðskip sem statt er í höfninni er með þyrlu um borð. Hún var ekki í fullkomnu viðbragði en reiknað er með því að hún fari í loftið eftir um klukkustund. Þá fer björgunar- og eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF Sif í loftið fljótlega með greiningarsveit frá Landspítalanum og stórslysabúnað frá Flugbjörgunarsveitinni sem varpað verður á slysstað en flugvélin sjálf lendir á Höfn í Hornafirði.Uppfært klukkan 16:32: Viðbúnaðarstig hefur verið virkjað á Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Von er á fimm alvarlega slösuðum til aðhlynningar á Landspítalanum og munu a.m.k. nokkrir þeirra verða fluttir á spítalann með þyrlu. Ekki var ljóst nú á fimmta tímanum hvenær þyrlan lendir í Reykjavík eða um hversu alvarleg meiðsl er að ræða. Samtals voru 33 í rútunni, með bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru hinir 28 ekki taldir alvarlega slasaðir og verða þeir fluttir á heilbrigðisstofnanir í grennd við slysstað eða í fjöldahjálparstöð. Vegna mikils álags sem viðbúnaðarstig hefur í för með sér biður Landspítali fólk með minniháttar áverka eða veikindi um að leita frekar til heilsugæslu eða Læknavaktar frekar en bráðadeildar í Fossvogi ef kostur er.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 17:04. Hornafjörður Lögreglumál Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina. Rútan er frá hópbifreiðafyrirtækinu Trex og var á ferð með hóp erlendra ferðamanna. Viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. Þá hefur Suðurlandsvegi verið lokað við slysstað. Hinir 28 sem um borð voru í rútunni eru ekki taldir alvarlega slasaðir og verða þeir fluttir heilbrigðisstofnanir í grennd við slysstað eða í fjöldahjálparstöð. Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að björgunarsveitir úr Öræfum hafi verið kallaðar út strax og tilkynnt var um slysið klukkan 15:05. Fyrstu hóparnir hafi mætt á staðinn um klukkan 15:30. Fleiri sveitir voru svo kallaðar út frá Selfossi og austur á Höfn skömmu síðar. Þá eru hópar viðbragðsaðila einnig á leiðinni á slysstað frá Reykjavík. Mikill viðbúnaður er á vettvangi í samræmi við viðbragðsáætlun hópslysa sem var virkjuð þegar tilkynnt var um slysið. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda slasaðra en Davíð segir a.m.k. nokkra hafa slasast í slysinu. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð á Kirkjubæjarklaustri en ekki var búið að flytja neinn þangað af slysstað nú skömmu eftir klukkan 16. Í fyrstu tilkynningu frá ríkislögreglustjóra sem barst klukkan 15:35 vegna slyssins kom fram að allt viðbragð miðist við hópslys og áætlun í samhengi við það. Umfang og stig meiðsla var þá ekki ljóst en eitthvað um beinbrot og skrámur. Var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og samhæfingarmiðstöð í Skógarhlíð virkjuð.Björgunar- og eftirlitsflugvél TF Sif er á leiðinni í loftið með greiningarsveit frá Landspítala og stórslysabúnað sem varpa á úr fallhlíf á slysstað.vísir/vilhelmUppfært klukkan 16:27: Samkvæmt upplýsingum frá Ásgrími L. Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, á þyrlan sem kölluð var út að lenda eftir um 20 mínútur. Ekki var tiltæk önnur þyrla hjá Gæslunni en danskt varðskip sem statt er í höfninni er með þyrlu um borð. Hún var ekki í fullkomnu viðbragði en reiknað er með því að hún fari í loftið eftir um klukkustund. Þá fer björgunar- og eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF Sif í loftið fljótlega með greiningarsveit frá Landspítalanum og stórslysabúnað frá Flugbjörgunarsveitinni sem varpað verður á slysstað en flugvélin sjálf lendir á Höfn í Hornafirði.Uppfært klukkan 16:32: Viðbúnaðarstig hefur verið virkjað á Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Von er á fimm alvarlega slösuðum til aðhlynningar á Landspítalanum og munu a.m.k. nokkrir þeirra verða fluttir á spítalann með þyrlu. Ekki var ljóst nú á fimmta tímanum hvenær þyrlan lendir í Reykjavík eða um hversu alvarleg meiðsl er að ræða. Samtals voru 33 í rútunni, með bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru hinir 28 ekki taldir alvarlega slasaðir og verða þeir fluttir á heilbrigðisstofnanir í grennd við slysstað eða í fjöldahjálparstöð. Vegna mikils álags sem viðbúnaðarstig hefur í för með sér biður Landspítali fólk með minniháttar áverka eða veikindi um að leita frekar til heilsugæslu eða Læknavaktar frekar en bráðadeildar í Fossvogi ef kostur er.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 17:04.
Hornafjörður Lögreglumál Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira