Innlent

Sjúkrahús allra landsmanna

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Á fundinum verður fjallað um áhrif jáeindaskannans.
Á fundinum verður fjallað um áhrif jáeindaskannans. Fréttablaðið/Eyþór

„Áherslan að þessu sinni er á spítalann sem þjóðarsjúkrahús fyrir alla landsmenn. Við munum ræða mikilvægi þess að heilbrigðisstofnanir á öllu landinu vinni saman sem ein heild með það að markmiði að veita sjúklingum sem besta þjónustu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, um ársfund spítalans sem verður haldinn í dag.

Yfirskrift fundarins sem fer fram í Hörpu milli klukkan 14 og 16 í dag er „Sjúkrahús allra landsmanna“.

Páll segir þá áskorun að láta þjónustuþörf einstaklinga ráða og veita þeim þjónustu sem er tímanleg verði best leyst í samstarfi heilbrigðisstofnana. Forstjórar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðisstofnunar Austurlands munu af því tilefni ræða samstarf stofnananna við Landspítalann.

„Jafnframt verður sagt frá tveimur mikilvægum nýjungum í þjónustu við sjúklinga á Landspítalanum. Annars vegar er það jáeindaskanninn en hins vegar ný aðferð við að bregðast við heilaslagi. Hvort tveggja hefur fært þjónustu við landsmenn fram um áratugi,“ segir Páll.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.