Fyrirtæki í eigu eiginmanns þingkonu vill veiða hrefnu á nýjan leik Sveinn Arnarsson skrifar 17. maí 2019 06:45 Hrefnuveiðar hafa ekki verið miklar síðustu ár en aðeins sex voru drepnar í fyrra. Fréttablaðið/Anton brink Þrjú fyrirtæki hafa óskað eftir leyfi til að veiða hval við Íslandsstrendur næstu fimm sumarvertíðir til ársins 2023. Tvö fyrirtæki hafa óskað eftir leyfum til að veiða hrefnu hér við land og eitt fyrirtæki hefur óskað eftir leyfi til að veiða langreyðar. Fyrirtækin IP ehf. og Runo ehf. eru þau fyrirtæki sem sótt hafa um leyfi til að veiða hrefnu næstu fimm vertíðir. Árlega má veiða rúmlega 200 hrefnur samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar og eru veiðarnar ólympískar; það er að veiðar eru frjálsar þar til kvótinn hefur allur verið veiddur. Í fyrra mátti veiða alls 262 hrefnur en aðeins sex hrefnur voru skotnar. Athygli vekur að Runo ehf. er í eigu Þrastar Sigmundssonar. Þröstur er eiginmaður Silju Daggar Gunnarsdóttir, þingmanns Framsóknarflokksins. Silja Dögg situr í utanríkismálanefnd þingsins en mikil og hörð gagnrýni hefur komið frá útlöndum vegna hvalveiða Íslendinga síðustu árin. Nú liggur fyrir þingsályktun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur þess efnis að rannsakaður verði stuðningur erlendis við hvalveiðar okkar Íslendinga og hver áhrif hvalveiðar hafa á ímynd lands og þjóðar. Hvalur hf. er eina fyrirtækið sem hefur óskað eftir leyfum til veiða á langreyði. Veiða má samkvæmt Hafrannsóknastofnun 209 dýr á hverju ári fram til ársins 2025. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ólíklegt að fyrirtækið muni fullnýta kvóta sinn á þessu ári og verði því mun færri dýr veidd í ár en til að mynda var gert í fyrra. Fréttablaðið hefur reynt nú í nokkra daga að fá samtal við Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, en hann hefur ekki svarað óskum Fréttablaðsins um samtal. Lítið er af langreyðarkjöti eftir í frystigeymslum Hvals hf. hér á landi og hefur megnið af kjöti frá vertíðinni í fyrra verið flutt til Japans. Það þýðir hins vegar ekki að það sé búið að selja afurðirnar samkvæmt skrifstofu Hvals og gæti vel verið að kjötið sé geymt í frystigeymslum ytra uns kaupandi finnst að afurðunum.Uppfært klukkan 09:54:Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Þrjú fyrirtæki hafa óskað eftir leyfi til að veiða hval við Íslandsstrendur næstu fimm sumarvertíðir til ársins 2023. Tvö fyrirtæki hafa óskað eftir leyfum til að veiða hrefnu hér við land og eitt fyrirtæki hefur óskað eftir leyfi til að veiða langreyðar. Fyrirtækin IP ehf. og Runo ehf. eru þau fyrirtæki sem sótt hafa um leyfi til að veiða hrefnu næstu fimm vertíðir. Árlega má veiða rúmlega 200 hrefnur samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar og eru veiðarnar ólympískar; það er að veiðar eru frjálsar þar til kvótinn hefur allur verið veiddur. Í fyrra mátti veiða alls 262 hrefnur en aðeins sex hrefnur voru skotnar. Athygli vekur að Runo ehf. er í eigu Þrastar Sigmundssonar. Þröstur er eiginmaður Silju Daggar Gunnarsdóttir, þingmanns Framsóknarflokksins. Silja Dögg situr í utanríkismálanefnd þingsins en mikil og hörð gagnrýni hefur komið frá útlöndum vegna hvalveiða Íslendinga síðustu árin. Nú liggur fyrir þingsályktun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur þess efnis að rannsakaður verði stuðningur erlendis við hvalveiðar okkar Íslendinga og hver áhrif hvalveiðar hafa á ímynd lands og þjóðar. Hvalur hf. er eina fyrirtækið sem hefur óskað eftir leyfum til veiða á langreyði. Veiða má samkvæmt Hafrannsóknastofnun 209 dýr á hverju ári fram til ársins 2025. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ólíklegt að fyrirtækið muni fullnýta kvóta sinn á þessu ári og verði því mun færri dýr veidd í ár en til að mynda var gert í fyrra. Fréttablaðið hefur reynt nú í nokkra daga að fá samtal við Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, en hann hefur ekki svarað óskum Fréttablaðsins um samtal. Lítið er af langreyðarkjöti eftir í frystigeymslum Hvals hf. hér á landi og hefur megnið af kjöti frá vertíðinni í fyrra verið flutt til Japans. Það þýðir hins vegar ekki að það sé búið að selja afurðirnar samkvæmt skrifstofu Hvals og gæti vel verið að kjötið sé geymt í frystigeymslum ytra uns kaupandi finnst að afurðunum.Uppfært klukkan 09:54:Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira