Innlent

Þór kjörinn nýr formaður Landsbjargar

Andri Eysteinsson skrifar
Þór Þorsteinsson, nýr formaður Landsbjargar.
Þór Þorsteinsson, nýr formaður Landsbjargar. Facebook/Björgunarsveitin Ok
Þór Þorsteinsson hefur verið kjörinn nýr formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þór sem áður gegndi embætti varaformanns Landsbjargar tekur við starfinu af Smára Sigurðssyni sem gegnt hefur starfi síðan 2015, Smári gaf ekki kost á sér til endurkjörs.Þór sem er fyrrum  formaður björgunarsveitarinnar Oks í Borgarfirði var einn þriggja formannsframbjóðanda en auk Þórs voru Guðjón Guðmundsson og Þorsteinn Þorkelsson í framboði.Formannskosningarnar fóru fram á 11. Landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem sett var á Egilsstöðum, um 500 félagar sitja þingið og taka ákvarðanir um stefnur og strauma í starfi félagsins á næstu tveimur árum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.