Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Hataramenn segjast vera í spennufalli eftir uppátæki þeirra á Eurovision í gærkvöldi, þegar þeir sýndu óvænt Palestínufána í beinni útsendingu. Rætt verður við Matthías og Klemens í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig verður rætt við mann frá Palestínu sem býr hér á landi. Hann segir að Palestínumenn muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir þá í gærkvöldi. Hjartað sé fullt af þakklæti.

Í fréttatímanum verður fjallað um ráðstefnu Brakkasamtakanna sem haldin var í dag. Rætt verður við unga konu sem fór í brjóstnám eftir að hún fékk að vita að hún væri með brakkagenið og brjóstaskurðlækni sem segir æ fleiri konur fara í brjóstnám þegar þær fá að vita af geninu.

Við komum við á heimilissýningu, fylgjumst með danskennslu í Þorlákshöfn og sýnum ítarlega fréttaskýringu um vöfflubakstur hjá Ríkissáttasemjara. Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni útsendingu á Vísi kl. 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.