Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hataramenn segjast vera í spennufalli eftir uppátæki þeirra á Eurovision í gærkvöldi, þegar þeir sýndu óvænt Palestínufána í beinni útsendingu. Rætt verður við Matthías og Klemens í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig verður rætt við mann frá Palestínu sem býr hér á landi. Hann segir að Palestínumenn muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir þá í gærkvöldi. Hjartað sé fullt af þakklæti.

Í fréttatímanum verður fjallað um ráðstefnu Brakkasamtakanna sem haldin var í dag. Rætt verður við unga konu sem fór í brjóstnám eftir að hún fékk að vita að hún væri með brakkagenið og brjóstaskurðlækni sem segir æ fleiri konur fara í brjóstnám þegar þær fá að vita af geninu.

Við komum við á heimilissýningu, fylgjumst með danskennslu í Þorlákshöfn og sýnum ítarlega fréttaskýringu um vöfflubakstur hjá Ríkissáttasemjara. Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni útsendingu á Vísi kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×