Spyrja 50 lykilspurninga um framtíð sveitarstjórnarstigs Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. maí 2019 11:00 Árneshreppur á Ströndum er fámennasta sveitarfélag landsins en íbúar voru 40 um síðustu áramót. Fréttablaðið/Stefán „Þetta byggir kannski í stórum dráttum á því meginsjónarmiði hvort það eigi að efla sveitarstjórnarstigið eða ekki. Það er grundvallarspurningin. Þótt manni finnist vera nokkur samhljómur um að það eigi að efla það, þá er kannski ekki alveg ljóst hversu mikill samhljómur er um það hvernig eigi að gera það,“ segir Valgarður Hilmarsson, formaður starfshóps um stefnumótun fyrir sveitarstjórnarstigið. Grænbók, eða umræðuskjal, starfshópsins hefur verið lögð fram í opið samráðsferli. Að samráði loknu mun hópurinn móta hvítbók sem er í raun drög að opinberri stefnu. Auk Valgarðs eiga sæti í hópnum þau Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Framsetningin hjá okkur er þannig að við reynum að kalla fram viðbrögð og umræðu. Það má segja að þarna sé bæði samantekt á stöðu sveitarfélaga og því leiðarljósi sem ráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa haft. Síðan er meiningin að lögð verði fram þingsályktunartillaga í haust um stefnumótun,“ segir Valgarður. Í grænbókinni fer starfshópurinn yfir þau lykilviðfangsefni sem hann telur fram undan á næstu árum. Í því skyni eru settar fram 50 spurningar sem snúa að sjálfsstjórn sveitarfélaga, lýðræði og mannréttindum, sjálfbærni, heildarhagsmunum og verkefnum sveitarfélaga og tekjustofnum. „Við ákváðum að hafa spurningarnar fleiri en færri í því augnamiði að reyna að draga fram skoðanir fólks. Við munum svo fara vel yfir það sem kemur en við vonumst bæði til þess að fá viðbrögð frá sveitarstjórnarfólki og ekki síður frá íbúum sjálfum.“ Umræðan um eflingu sveitarstjórnarstigsins snúist að miklu leyti um fjármál en ekki megi gleyma félagslega þættinum. „Hvernig horfa hlutirnir til dæmis við sveitarfélögum sem ná yfir stór svæði. Hvernig er hægt að nálgast íbúana og skoðanir þeirra betur? Það eru líka áleitnar spurningar.“ Sé vilji til þess að efla sveitarfélög með því að færa þeim fleiri verkefni þurfi þau að vera stærri og öflugri. Sjálfur var Valgarður sveitarstjórnarmaður í um fjóra áratugi og var meðal annars sveitarstjóri Blönduóssbæjar. „Kannski þurfa þau líka að vera einsleitari en þau eru í dag þótt það verði auðvitað aldrei jafnað alveg. Við erum með allan skalann frá Árneshreppi á Ströndum til Reykjavíkur. Það er samt alveg sama hver stærð sveitarfélagsins er, þeim er öllum ætlað að þjónusta íbúana.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
„Þetta byggir kannski í stórum dráttum á því meginsjónarmiði hvort það eigi að efla sveitarstjórnarstigið eða ekki. Það er grundvallarspurningin. Þótt manni finnist vera nokkur samhljómur um að það eigi að efla það, þá er kannski ekki alveg ljóst hversu mikill samhljómur er um það hvernig eigi að gera það,“ segir Valgarður Hilmarsson, formaður starfshóps um stefnumótun fyrir sveitarstjórnarstigið. Grænbók, eða umræðuskjal, starfshópsins hefur verið lögð fram í opið samráðsferli. Að samráði loknu mun hópurinn móta hvítbók sem er í raun drög að opinberri stefnu. Auk Valgarðs eiga sæti í hópnum þau Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Framsetningin hjá okkur er þannig að við reynum að kalla fram viðbrögð og umræðu. Það má segja að þarna sé bæði samantekt á stöðu sveitarfélaga og því leiðarljósi sem ráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa haft. Síðan er meiningin að lögð verði fram þingsályktunartillaga í haust um stefnumótun,“ segir Valgarður. Í grænbókinni fer starfshópurinn yfir þau lykilviðfangsefni sem hann telur fram undan á næstu árum. Í því skyni eru settar fram 50 spurningar sem snúa að sjálfsstjórn sveitarfélaga, lýðræði og mannréttindum, sjálfbærni, heildarhagsmunum og verkefnum sveitarfélaga og tekjustofnum. „Við ákváðum að hafa spurningarnar fleiri en færri í því augnamiði að reyna að draga fram skoðanir fólks. Við munum svo fara vel yfir það sem kemur en við vonumst bæði til þess að fá viðbrögð frá sveitarstjórnarfólki og ekki síður frá íbúum sjálfum.“ Umræðan um eflingu sveitarstjórnarstigsins snúist að miklu leyti um fjármál en ekki megi gleyma félagslega þættinum. „Hvernig horfa hlutirnir til dæmis við sveitarfélögum sem ná yfir stór svæði. Hvernig er hægt að nálgast íbúana og skoðanir þeirra betur? Það eru líka áleitnar spurningar.“ Sé vilji til þess að efla sveitarfélög með því að færa þeim fleiri verkefni þurfi þau að vera stærri og öflugri. Sjálfur var Valgarður sveitarstjórnarmaður í um fjóra áratugi og var meðal annars sveitarstjóri Blönduóssbæjar. „Kannski þurfa þau líka að vera einsleitari en þau eru í dag þótt það verði auðvitað aldrei jafnað alveg. Við erum með allan skalann frá Árneshreppi á Ströndum til Reykjavíkur. Það er samt alveg sama hver stærð sveitarfélagsins er, þeim er öllum ætlað að þjónusta íbúana.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels