Erlent

Konungur Taílands genginn út

Atli Ísleifsson skrifar
Maha Vajiralongkorn Taílandskonungur og Suthida í apríl síðastliðinn.
Maha Vajiralongkorn Taílandskonungur og Suthida í apríl síðastliðinn. epa
Maha Vajiralongkorn Taílandskonungur, einnig þekktur sem Rama tíundi, er genginn í hjónaband. Ný eiginkona hans, Suthida Vajiralongkorn Na Ayutthay, hefur verið krýnd ný drottning landsins.Konungskjölskyldan greindi frá þessu fyrr í dag, nokkrum dögum fyrir opinbera krýningarathöfn konungsins.Suthida starfaði áður sem flugfreyja og hlaut stöðu í lífvarðasveit konungsins árið 2014. Lengi hefur verið orðrómur á kreiki um samband hennar og konungsins.Suthida hlaut framgang í desember 2016 og var þá gerð að yfirmanni lífvarðarins auk þess að hljóta titilinn Thanpuying, sem er konungleg aðalstign. Eftir að hafa gengið að eiga Vajiralongkorn mun hún nú ganga undir nafninu Suthida drottning.Hinn 66 ára Vajiralongkorn á þrjú hjónabönd að baki og hefur formlega verið konungur Taílands frá því að faðir hans, Bhumibol konungur, lést í október 2016. Formlegrar krýningarathafnar nýs konungs hefur hins vegar verið beðið þar sem landsmenn hafa syrgt fyrri konung.Krýningarathöfnin Rama X fer fram dagana 4. til 6. maí næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.