Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn ræddu loftslagsmál Sighvatur Jónsson skrifar 1. maí 2019 19:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í þriggja daga heimsókn í Bretlandi. Í dag hitti hún Jeremy Corbyn í breska þinghúsinu. Mynd/Halla Gunnarsdóttir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu. Í gær ræddi Katrín Jakobsdóttir um aðgerðir í loftslagsmálum við Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands, á fundi þeirra í Edinborg. Um hádegisbil flaug Katrín ásamt fylgdarliði yfir til London. Síðdegis átti hún fund í breska þinghúsinu með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Katrín segir að líkt og í gær hafi aðallega verið rætt um loftslagsmál.Frá fundi Katrínar Jakobsdóttur og Jeremy Corbyn í dag.Mynd/Halla GunnarsdóttirBresk umræða um neyðarástand í loftslagsmálum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd samþykktu ályktun á aðalfundi í gær þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Þetta er umræða sem kemur einmitt héðan frá Bretlandi þar sem bæði Nicola Sturgeon og Jeremy Corbyn hafa talað fyrir því. Fyrir mig snúast þessi mál fyrst og fremst um til hvaða aðgerða er verið að grípa. Nú er það svo að við höfum lagt fram mjög ítarlega aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem við vitum að mun þurfa að endurskoða með reglulegum hætti. Þetta er í fyrsta sinn sem verið er að setja raunverulega fjármuni inn í loftslagsmálin,“ segir Katrín. Hún segir að þeir forystumenn í breskum stjórnmálum sem hún hafi rætt við líti til aðgerða Íslendinga í loftslagsmálum.Tilkynnt um aðgerðir í maí Framkvæmdastjóri Landverndar gagnrýndi í hádegisfréttum Bylgjunnar að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum væri hvorki tímasett né magnbundin. „Við höfum auðvitað sagt það mjög skýrt, við vildum fara í gang strax í haust með okkar aðgerðaráætlun og teljum hins vegar að hana þurfi að endurskoða með reglulegum hætti. Nú í maí mun umhverfisráðherra og ríkisstjórnin kynna til hvaða aðgerða verður gripið næstu misserin sem er afrakstur þeirra vinnu sem hefur staðið yfir frá því í haust. Við þurfum að taka öll höndum saman því það deilir enginn um það hversu brýnt þetta mál er,“ segir Katrín forsætisráðherra. Á morgun hittir Katrín meðal annarra Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Búast má við því að Brexit komi til umræðu en Katrín segir úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu bera á góma á nær hverjum fundi ferðar hennar. Bretland Brexit Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu. Í gær ræddi Katrín Jakobsdóttir um aðgerðir í loftslagsmálum við Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands, á fundi þeirra í Edinborg. Um hádegisbil flaug Katrín ásamt fylgdarliði yfir til London. Síðdegis átti hún fund í breska þinghúsinu með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Katrín segir að líkt og í gær hafi aðallega verið rætt um loftslagsmál.Frá fundi Katrínar Jakobsdóttur og Jeremy Corbyn í dag.Mynd/Halla GunnarsdóttirBresk umræða um neyðarástand í loftslagsmálum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd samþykktu ályktun á aðalfundi í gær þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Þetta er umræða sem kemur einmitt héðan frá Bretlandi þar sem bæði Nicola Sturgeon og Jeremy Corbyn hafa talað fyrir því. Fyrir mig snúast þessi mál fyrst og fremst um til hvaða aðgerða er verið að grípa. Nú er það svo að við höfum lagt fram mjög ítarlega aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem við vitum að mun þurfa að endurskoða með reglulegum hætti. Þetta er í fyrsta sinn sem verið er að setja raunverulega fjármuni inn í loftslagsmálin,“ segir Katrín. Hún segir að þeir forystumenn í breskum stjórnmálum sem hún hafi rætt við líti til aðgerða Íslendinga í loftslagsmálum.Tilkynnt um aðgerðir í maí Framkvæmdastjóri Landverndar gagnrýndi í hádegisfréttum Bylgjunnar að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum væri hvorki tímasett né magnbundin. „Við höfum auðvitað sagt það mjög skýrt, við vildum fara í gang strax í haust með okkar aðgerðaráætlun og teljum hins vegar að hana þurfi að endurskoða með reglulegum hætti. Nú í maí mun umhverfisráðherra og ríkisstjórnin kynna til hvaða aðgerða verður gripið næstu misserin sem er afrakstur þeirra vinnu sem hefur staðið yfir frá því í haust. Við þurfum að taka öll höndum saman því það deilir enginn um það hversu brýnt þetta mál er,“ segir Katrín forsætisráðherra. Á morgun hittir Katrín meðal annarra Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Búast má við því að Brexit komi til umræðu en Katrín segir úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu bera á góma á nær hverjum fundi ferðar hennar.
Bretland Brexit Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent