Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn ræddu loftslagsmál Sighvatur Jónsson skrifar 1. maí 2019 19:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í þriggja daga heimsókn í Bretlandi. Í dag hitti hún Jeremy Corbyn í breska þinghúsinu. Mynd/Halla Gunnarsdóttir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu. Í gær ræddi Katrín Jakobsdóttir um aðgerðir í loftslagsmálum við Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands, á fundi þeirra í Edinborg. Um hádegisbil flaug Katrín ásamt fylgdarliði yfir til London. Síðdegis átti hún fund í breska þinghúsinu með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Katrín segir að líkt og í gær hafi aðallega verið rætt um loftslagsmál.Frá fundi Katrínar Jakobsdóttur og Jeremy Corbyn í dag.Mynd/Halla GunnarsdóttirBresk umræða um neyðarástand í loftslagsmálum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd samþykktu ályktun á aðalfundi í gær þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Þetta er umræða sem kemur einmitt héðan frá Bretlandi þar sem bæði Nicola Sturgeon og Jeremy Corbyn hafa talað fyrir því. Fyrir mig snúast þessi mál fyrst og fremst um til hvaða aðgerða er verið að grípa. Nú er það svo að við höfum lagt fram mjög ítarlega aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem við vitum að mun þurfa að endurskoða með reglulegum hætti. Þetta er í fyrsta sinn sem verið er að setja raunverulega fjármuni inn í loftslagsmálin,“ segir Katrín. Hún segir að þeir forystumenn í breskum stjórnmálum sem hún hafi rætt við líti til aðgerða Íslendinga í loftslagsmálum.Tilkynnt um aðgerðir í maí Framkvæmdastjóri Landverndar gagnrýndi í hádegisfréttum Bylgjunnar að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum væri hvorki tímasett né magnbundin. „Við höfum auðvitað sagt það mjög skýrt, við vildum fara í gang strax í haust með okkar aðgerðaráætlun og teljum hins vegar að hana þurfi að endurskoða með reglulegum hætti. Nú í maí mun umhverfisráðherra og ríkisstjórnin kynna til hvaða aðgerða verður gripið næstu misserin sem er afrakstur þeirra vinnu sem hefur staðið yfir frá því í haust. Við þurfum að taka öll höndum saman því það deilir enginn um það hversu brýnt þetta mál er,“ segir Katrín forsætisráðherra. Á morgun hittir Katrín meðal annarra Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Búast má við því að Brexit komi til umræðu en Katrín segir úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu bera á góma á nær hverjum fundi ferðar hennar. Bretland Brexit Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu. Í gær ræddi Katrín Jakobsdóttir um aðgerðir í loftslagsmálum við Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands, á fundi þeirra í Edinborg. Um hádegisbil flaug Katrín ásamt fylgdarliði yfir til London. Síðdegis átti hún fund í breska þinghúsinu með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Katrín segir að líkt og í gær hafi aðallega verið rætt um loftslagsmál.Frá fundi Katrínar Jakobsdóttur og Jeremy Corbyn í dag.Mynd/Halla GunnarsdóttirBresk umræða um neyðarástand í loftslagsmálum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd samþykktu ályktun á aðalfundi í gær þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Þetta er umræða sem kemur einmitt héðan frá Bretlandi þar sem bæði Nicola Sturgeon og Jeremy Corbyn hafa talað fyrir því. Fyrir mig snúast þessi mál fyrst og fremst um til hvaða aðgerða er verið að grípa. Nú er það svo að við höfum lagt fram mjög ítarlega aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem við vitum að mun þurfa að endurskoða með reglulegum hætti. Þetta er í fyrsta sinn sem verið er að setja raunverulega fjármuni inn í loftslagsmálin,“ segir Katrín. Hún segir að þeir forystumenn í breskum stjórnmálum sem hún hafi rætt við líti til aðgerða Íslendinga í loftslagsmálum.Tilkynnt um aðgerðir í maí Framkvæmdastjóri Landverndar gagnrýndi í hádegisfréttum Bylgjunnar að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum væri hvorki tímasett né magnbundin. „Við höfum auðvitað sagt það mjög skýrt, við vildum fara í gang strax í haust með okkar aðgerðaráætlun og teljum hins vegar að hana þurfi að endurskoða með reglulegum hætti. Nú í maí mun umhverfisráðherra og ríkisstjórnin kynna til hvaða aðgerða verður gripið næstu misserin sem er afrakstur þeirra vinnu sem hefur staðið yfir frá því í haust. Við þurfum að taka öll höndum saman því það deilir enginn um það hversu brýnt þetta mál er,“ segir Katrín forsætisráðherra. Á morgun hittir Katrín meðal annarra Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Búast má við því að Brexit komi til umræðu en Katrín segir úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu bera á góma á nær hverjum fundi ferðar hennar.
Bretland Brexit Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira