Erlent

Tveir greindust með HIV eftir „vampíru“ andlitsmeðferð

Sylvía Hall skrifar
Meðferðin gengur út á að sprauta blóði í andlit fólks.
Meðferðin gengur út á að sprauta blóði í andlit fólks. Vísir/Getty
Tveir einstaklingar sem fóru í svokallaða „vampíru“ andlitsmeðferð í heilsulind í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum greindust með HIV eftir meðferðina. Þetta kemur fram á vef Buzzfeed.

Andlitsmeðferðin er framkvæmd með því að sprauta blóði einstaklinganna inn í þeirra eigin húð til þess að „lífga upp á“ húðina en meðferðin vakti fyrst athygli árið 2013 þegar Kim Kardashian birti mynd af sér á Instagram eftir slíka meðferð. 



 
 
 
View this post on Instagram
Tonight on Kourtney & Kim Take Miami!!! #VampireFacial #kktm

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Mar 10, 2013 at 6:14pm PDT



Andlitsmeðferðirnar voru framkvæmdar á tímabilinu mars til september á síðasta ári og benda niðurstöður lækna til þess að einstaklingarnir hafi báðir smitast vegna meðferðarinnar. 

Heilsulindinni var lokað þann 7. september á síðasta ári eftir að niðurstöður eftirlits bentu til þess að meðferð nála í heilsulindinni uppfyllti ekki kröfur heilbrigðiseftirlits. Þá hefur heilbrigðiseftirlitið á svæðinu kallað eftir því að þeir sem fóru í slíka meðferð láti athuga hvort þeir hafi einnig smitast. 

Yfirmaður hjá heilbrigðiseftirlitinu hefur staðfest að yfir hundrað manns sem fóru í slíka meðferð væru nú þegar búnir að láta athuga með HIV-smit sem og lifrarbólgu B og C. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×