Innlent

Landeyjahöfn opnuð í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þessi mynd er tekin um borð í Herjólfi í morgun við brottför úr Landeyjahöfn til Vestmannaeyja.
Þessi mynd er tekin um borð í Herjólfi í morgun við brottför úr Landeyjahöfn til Vestmannaeyja. Vísir/Andri Marinó
Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag, í fyrsta sinn á þessu ári. Á vef ferjunnar kemur fram að dýpkun hafnarinnar hafi gengið vel undanfarna daga.

Dýpið í innsiglingunni sé komið niður í það lágmark sem þarf til. Engu að síður verði haldið áfram að dýpka samhliða siglunum Herjólfs næstu daga.

Sjá einnig: Segir langavarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó

„Farþegar sem eiga bókað með Herjólfi næstu daga eru engu að síðu beðnir að fylgjast vel með þar sem aðstæður geta tekið breytingum og þar með siglingaráætlun ferjunnar,“ segir á vef Herjólfs.

Þar eru þeir farþegar sem eiga farartæki í Þorlákshöfn hvattir til að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs í Vestmannaeyjum. Boðið verði upp á far frá Landeyjahöfn til Þorlákshafnar samhliða ferðum kl: 07:00 og 14:30 frá Vestmannaeyjum.


Tengdar fréttir

Stefnt að opnun Landeyjahafnar á fimmtudag

Stefnt er að því að Herjólfur sigli um Landeyjahöfn á fimmtudagsmorgun. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að ákvörðunin sé tekin með fyrirvara um mælingar sem gerðar verða í höfninni á morgun, miðvikudag.

Segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur haft samband við tvö erlend fyrirtæki vegna dýpkunar Landeyjahafnar. Ráðið krefst þess að Vegagerðin leiti út fyrir landsteinanna eftir hjálp til að opna höfnina. Formaður bæjarráðs segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó af hálfu eiganda hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×