Steinunn Ólína um sambúð með Möggu Stínu: „Meiri stuðningur, minna basl jafngildir betri líðan“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. maí 2019 10:46 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. Samsett mynd/Anton/Ernir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona, og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda, hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. Steinunn Ólína rekur ástæður tilhögunarinnar í pistli sem hún birti í Fréttablaðinu í dag. Hún segir að það sé einföld ástæða fyrir sambúðinni. Þær hafi báðar verið á hinum alræmda leigumarkaði og einstæðar mæður í ofanálag og var ákvörðunin tekin í sparnaðarskyni. „Leigumarkaðurinn á Íslandi er svo mannfjandsamlegur að ég held að samyrkjubúskapur af þessu tagi verði brátt þrautalending fyrir einstæða foreldra sem vilja síður gista með börn sín á víðavangi.“ Þrátt fyrir að Steinunn Ólína og Magga Stína hafi upphaflega tekið ákvörðunina í sparnaðarskyni reyndist sambúðin henta þeim báðum afskaplega vel. „Raunar hef ég ekki verið í sambúð með manneskju af sama kyni síðan um tvítugt en það er göldrum líkast. Það er stundum bara búið að elda mata og taka til! Stundum er líka búið að þvo þvott og jafnvel brjóta saman og ganga frá honum!“ skrifar Steinunn Ólína en af myndböndunum að dæma sem hún birtir reglulega af uppátækjum vinkvennanna virðast þær skemmta sér reglulega vel saman og hlæja mikið. Í þessu myndbandi hlusta vinkonurnar af athygli þegar Útvarp Saga opnar fyrir símann og þær gæða sér á morgunmat á meðan. „Ég er að verða fimmtug og þekki því fáa karlmenn sem vita hvernig föt komast hrein í fataskápa. Ég veit reyndar ekki hvernig þetta er hjá nútímafólkinu. Það kannski bara étur hör- og bambusfötin sín þegar þau óhreinkast til að menga ekki veröldina með sápunotkun,“ skrifar Steinunn Ólína sem minnist Stefáns Karls Stefánssonar heitins með gamansamri sögu. „Ég held því miður að margir karlmenn, sem búa nú víst heima til þrítugs, trúi því enn að óhrein föt gangi í hægðum sínum inn í þvottavélina og setji hana af stað. Þvotturinn vippi sér svo yfir í þurrkarann eða hengi sig út á snúru og labbi svo að sjálfsögðu samanbrotinn ofan í skúffur og skápa. Ég minnist þess með mildi þegar maðurinn minn heitinn fann uppáhaldsgallabuxurnar sínar í buxnaskúffunni og sagði glaður: „Nei, þessar bara orðnar hreinar!“ Svo knúsaði hann þær innilega eins og til að þakka þeim fyrir ómakið.“ Húsnæðismál Tengdar fréttir Ég kynni hið nýja sambúðarform Nýverið hóf ég sambúð með æskuvinkonu minni. 2. maí 2019 07:00 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona, og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda, hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. Steinunn Ólína rekur ástæður tilhögunarinnar í pistli sem hún birti í Fréttablaðinu í dag. Hún segir að það sé einföld ástæða fyrir sambúðinni. Þær hafi báðar verið á hinum alræmda leigumarkaði og einstæðar mæður í ofanálag og var ákvörðunin tekin í sparnaðarskyni. „Leigumarkaðurinn á Íslandi er svo mannfjandsamlegur að ég held að samyrkjubúskapur af þessu tagi verði brátt þrautalending fyrir einstæða foreldra sem vilja síður gista með börn sín á víðavangi.“ Þrátt fyrir að Steinunn Ólína og Magga Stína hafi upphaflega tekið ákvörðunina í sparnaðarskyni reyndist sambúðin henta þeim báðum afskaplega vel. „Raunar hef ég ekki verið í sambúð með manneskju af sama kyni síðan um tvítugt en það er göldrum líkast. Það er stundum bara búið að elda mata og taka til! Stundum er líka búið að þvo þvott og jafnvel brjóta saman og ganga frá honum!“ skrifar Steinunn Ólína en af myndböndunum að dæma sem hún birtir reglulega af uppátækjum vinkvennanna virðast þær skemmta sér reglulega vel saman og hlæja mikið. Í þessu myndbandi hlusta vinkonurnar af athygli þegar Útvarp Saga opnar fyrir símann og þær gæða sér á morgunmat á meðan. „Ég er að verða fimmtug og þekki því fáa karlmenn sem vita hvernig föt komast hrein í fataskápa. Ég veit reyndar ekki hvernig þetta er hjá nútímafólkinu. Það kannski bara étur hör- og bambusfötin sín þegar þau óhreinkast til að menga ekki veröldina með sápunotkun,“ skrifar Steinunn Ólína sem minnist Stefáns Karls Stefánssonar heitins með gamansamri sögu. „Ég held því miður að margir karlmenn, sem búa nú víst heima til þrítugs, trúi því enn að óhrein föt gangi í hægðum sínum inn í þvottavélina og setji hana af stað. Þvotturinn vippi sér svo yfir í þurrkarann eða hengi sig út á snúru og labbi svo að sjálfsögðu samanbrotinn ofan í skúffur og skápa. Ég minnist þess með mildi þegar maðurinn minn heitinn fann uppáhaldsgallabuxurnar sínar í buxnaskúffunni og sagði glaður: „Nei, þessar bara orðnar hreinar!“ Svo knúsaði hann þær innilega eins og til að þakka þeim fyrir ómakið.“
Húsnæðismál Tengdar fréttir Ég kynni hið nýja sambúðarform Nýverið hóf ég sambúð með æskuvinkonu minni. 2. maí 2019 07:00 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira