Innlent

Katrín og May funduðu í Downingstræti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vel fór á með þeim Katrínu og Theresu May í London í dag.
Vel fór á með þeim Katrínu og Theresu May í London í dag. Getty/Facundo Arrizabalaga
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti fund með Theresu May forsætisráðherra Bretlands í bústað breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 í dag. Katrín er á ferðalagi um Bretlandseyjar og ræddi á þriðjudag við Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands, í Edingborg.

Í gær átti Katrín svo fund með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Á báðum fundum voru loftslagsmál ofarlega á baugi og svo var einnig á fundi Katrínar með May í dag.

Katrín hefur sagt þá forrystumenn í breskum stjórnmálum sem hún hafi rætt við líta til Íslendinga hvað varðar aðgerðir í loftslagsmálum.

Rætt verður við Katrínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.


Tengdar fréttir

Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn ræddu loftslagsmál

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×