Katrín ræðir allt frá glæpasögum til Brexit við Sturgeon Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2019 12:07 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ræða allt frá glæpasögum og Brexit til þróun velsældarþjóðfélags í þriggja daga opinberri heimsókn sinni til Bretlands sem hófst í morgun. Hún fundar með fyrsta ráðherra Skotlands í dag og forsætisráðherra Bretlands á fimmtudag. Katrín og fylgdarlið hennar lentu í Glasgow rétt fyrir klukkan tíu í morgun en framundan er þétt dagskrá í Skotlandi í dag og í fyrramálið áður hún heldur til Lundúna rétt fyrir hádegi á morgun. Hún hittir Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands síðar í dag. „Sömuleiðis mun ég funda með tveimur ráðherrum úr hennar heimastjórn og forseta skoska þingsins. Síðan tekur við ráðstefna hér á morgun sem er ein af ástæðunum fyrir því að ég er hér, þar sem við Íslendingar, Skotar, Nýsjálendingar og fleiri þjóðir erum saman í samstarfi um svo kallað velsældarhagkerfi,“ segir Katrín.Framtíðarsýn til velsældar Þar sem þjóðirnar ræði hvernig þær geti lært hver af annarri til að tryggja að stjórn efnahagsmála fari saman með uppbyggingu velferðarkerfisins. „Sömuleiðis standa vörð um umhverfið. Þannig að þetta er auðvitað framtíðarsýn, hvernig við getum haldið á okkar efnahagsmálum í nýjum heimi loftslagsbreytinga og nýrra áskorana á þessu sviði,“ segir forsætisráðherra. Katrín býst við að staða Skota við brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu verði ofarlega á baugi á fundi hennar síðar í dag með Sturgeon, sem nýlega lýsti yfir að Skotar þyrftu að huga að annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands vegna úrsagnar Bretlands. En Skotar felldu tillögu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. „Það liggur auðvitað fyrir að þau hafa verið mjög ósátt við niðurstöðurnar þegar Brexit var ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það kom fram að Skotar voru ekki á þeim buxunum. Þannig að það er auðvitað eitt af því sem hefur verið mikið til umræðu hérGlæpasögur yfir kvöldverði Nicola Stugeon og Katrín deila líka áhuga sínum á glæpasögum. „Hún býður hér til kvöldverðar með bæði íslenskum og skoskum glæpasagnahöfundum meðal annars. Þar verða Yrsa Sigurðardóttir og Lilja Sigurðardóttir frá Íslandi og skoskir höfundar sem hafa gert garðinn frægan. Þannig að þetta gæti orðið mjög áhugavert,“ sagði Katrín Jakobsdóttir sem talaði frá Glasgow. Hún mun funda með Jeremy Corbyn leiðtoga breska Verkamannaflokksins í Lundúnum á morgun og Theresu May forsætisráðherra á fimmtudag. Alþingi Brexit Skotland Utanríkismál Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ræða allt frá glæpasögum og Brexit til þróun velsældarþjóðfélags í þriggja daga opinberri heimsókn sinni til Bretlands sem hófst í morgun. Hún fundar með fyrsta ráðherra Skotlands í dag og forsætisráðherra Bretlands á fimmtudag. Katrín og fylgdarlið hennar lentu í Glasgow rétt fyrir klukkan tíu í morgun en framundan er þétt dagskrá í Skotlandi í dag og í fyrramálið áður hún heldur til Lundúna rétt fyrir hádegi á morgun. Hún hittir Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands síðar í dag. „Sömuleiðis mun ég funda með tveimur ráðherrum úr hennar heimastjórn og forseta skoska þingsins. Síðan tekur við ráðstefna hér á morgun sem er ein af ástæðunum fyrir því að ég er hér, þar sem við Íslendingar, Skotar, Nýsjálendingar og fleiri þjóðir erum saman í samstarfi um svo kallað velsældarhagkerfi,“ segir Katrín.Framtíðarsýn til velsældar Þar sem þjóðirnar ræði hvernig þær geti lært hver af annarri til að tryggja að stjórn efnahagsmála fari saman með uppbyggingu velferðarkerfisins. „Sömuleiðis standa vörð um umhverfið. Þannig að þetta er auðvitað framtíðarsýn, hvernig við getum haldið á okkar efnahagsmálum í nýjum heimi loftslagsbreytinga og nýrra áskorana á þessu sviði,“ segir forsætisráðherra. Katrín býst við að staða Skota við brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu verði ofarlega á baugi á fundi hennar síðar í dag með Sturgeon, sem nýlega lýsti yfir að Skotar þyrftu að huga að annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands vegna úrsagnar Bretlands. En Skotar felldu tillögu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. „Það liggur auðvitað fyrir að þau hafa verið mjög ósátt við niðurstöðurnar þegar Brexit var ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það kom fram að Skotar voru ekki á þeim buxunum. Þannig að það er auðvitað eitt af því sem hefur verið mikið til umræðu hérGlæpasögur yfir kvöldverði Nicola Stugeon og Katrín deila líka áhuga sínum á glæpasögum. „Hún býður hér til kvöldverðar með bæði íslenskum og skoskum glæpasagnahöfundum meðal annars. Þar verða Yrsa Sigurðardóttir og Lilja Sigurðardóttir frá Íslandi og skoskir höfundar sem hafa gert garðinn frægan. Þannig að þetta gæti orðið mjög áhugavert,“ sagði Katrín Jakobsdóttir sem talaði frá Glasgow. Hún mun funda með Jeremy Corbyn leiðtoga breska Verkamannaflokksins í Lundúnum á morgun og Theresu May forsætisráðherra á fimmtudag.
Alþingi Brexit Skotland Utanríkismál Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Sjá meira