Lífið

Bein útsending: Sigga Kling spáir fyrir lesendum Vísis

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigga Kling spáir fyrir lesendum Vísis fyrsta föstudag í hverjum mánuði.
Sigga Kling spáir fyrir lesendum Vísis fyrsta föstudag í hverjum mánuði.

Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils hafa notið gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis, í formi texta og myndbands, en spárnar fyrir maí birtust í morgun. 

Sigga leggur leggja áherslu á að fólk geri það besta úr því sem það les, nýta sér orkuna, klappa sér á bakið og elska lífið. Spárnar einkennast af gleði, krafti, orku og jákvæðni en það eru skilaboðin sem hún vill senda til samfélagsins. 

Sigga Kling verður í beinni útsendingu á Facebook Live í dag og býðst lesendum að bera fram spurningar um allt milli himins og jarðar. 

Sigga gerir sitt besta til að svara öllum spurningum og reyna þannig skyggnast inn í líf okkar lesenda. Hún getur einnig sagt ýmislegt um fortíð lesenda og framtíð þeirra ef þeir biðja hana um að rýna í fæðingardag sinn. Spákonan biðlar til lesenda Vísis að koma með einlægar spurningar sem koma frá hjartanu. Ekki sé nóg að senda aðeins fæðingardaginn.

Útsendingin verður aðgengileg hér á Vísi en hún fer einnig fram í gegnum Facebook-síðu Vísis og hægt er að horfa á hana þar og skrifa spurningar til Siggu.


Tengdar fréttir

Vorspá Siggu Kling – Steingeitin: Verður mikil spenna í ástinni

Elsku Steingeitin mín, þú ert eins og íslenski fáninn, dregur fram tilfinningar hvort sem þú ert þaninn í fulla eða hálfa stöng. Þú ert áberandi þó þér finnist það ekki, ert fyrirmynd og annarra manna kraftur þó það sé ekki alltaf þín tilfinning.

Vorspá Siggu Kling – Tvíburarnir: Hefur svo smitandi gleðiorku

Elsku Tvíburinn minn, það er svo sannarlega mikið að gerast í kortunum þínum, þú færð skýr skilaboð um velgengni, þú vekur athygli og það verða margir sem stóla á þig, en þú þarft bara að anda að þér pínulitlu kæruleysi til að sjá að þú hefur sungið sigurlagið í lífsins Eurovision.

Vorspá Siggu Kling – Bogmaðurinn: Gengur frá óleystum málum

Elsku Bogmaðurinn minn, þetta er svo sannarlega þinn tími til að skína, maí gefur þér töluna einn eða ÁS sem er tímabil upphafs af spennandi áskorunum sem sérstaklega beinast að sjálfum þér og nýju upphafi og alls kyns öðrum sem þú tekur fegins hendi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.