Lífið

Vorspá Siggu Kling – Fiskarnir: Mikill kraftur í kringum þig síðustu mánuði

Sigga Kling skrifar

Elsku Fiskurinn minn, þú ert fæddur til að gera góðverk og eftir því sem þú gerir fleiri góðverk þessa dagana gengur þér betur. Þú ert svo sannarlega að breytast og þegar þú breytist þá breytist heimurinn svo ekki vera of mikið að spá í afhverju þetta eða hitt, heldur leyfðu þér bara að njóta og fljóta.

Það sagði mér einu sinni voða góð manneskja í þessu merki að hún hugsaði svo mikið um hvað hefði gerst í fortíðinni og var stressuð yfir því og hafði líka mikinn kvíða fyrir framtíðinni. Hún skýrði það þannig fyrir mér að það væri eins og að vera með annan fótinn í fortíðinni, hinn í framtíðinni og þarmeð væri hún að míga í nútíðinni.

Það hefur verið mikill kraftur í kringum þig síðustu mánuði og þú ert að efla þitt dásamlega sjálfstraust, færð mikið af hrósi og það er mikilvægt þú skiljir að þú ert vel liðinn og átt frábæra vini. Þú getur látið reiðina og neikvæðnina ná tökum á þér, en það er bara þitt að taka ákvörðun að steinhætta því, vegna þess að þú hefur kraft til að skapa líf þitt jafnóðum.

Í ástinni þarfnastu persónulegs rýmis, þó þú sért mikið fyrir snertingar þá býr í þér svolítill hellisbúi og þeir sem elska þig eru ekki alltaf nógu vissir um hvar þeir hafi þig. Það er mikil ást í kortinu þínu svo sýndu þínar mjúku hliðar því ástin verður þinn fylgifiskur.

Ríkjandi pláneta þín er Neptúnus, sem gefur þér styrk til að ná árangri, en ekki reyna að ná árangri í öllu, þá mistekst þér því þú ert hinn góðviljaði stjórnandi svo útdeildu frekar verkefnum til annarra frekar en að gera allt sjálfur. Maí verður hraður og skemmtilegur mánuður og það verður svo margt sem kemur þér svo á óvart, svo þú átt eftir að elska þetta tímabil því þú verður í essinu þínu og slærð um þig eins og stjarna á sviði. Einhverjir í kringum þig eru svolítið sárir og þú þarft að veita því athygli að gleyma ekki gömlum vinum eða þeim sem eiga bágt í fjölskyldunni.

Knús og kossar, Sigga Kling.

Elín, Liz, Sigmundur, Rihanna, Balti og Albert. Vísir/Getty/FBL

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Höddi Magg, fjölmiðlamaður, 19. febrúar
Baltasar Kormákur, leikstjóri, 27. febrúar
Albert Einstein, vísindamaður, 14. mars
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 12. mars
Ólafur Darri Ólafsson, leikari, 13. mars
Vigdís Hauksdóttir, stjórnmálamaður, 20. mars
Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, 19. mars
Páll Óskar poppstjarna, 16. mars
Elín Metta Jensen, fótboltakona, 1. mars
Rihanna, tónlistarkona, 20. febrúar
Liz Taylor, leikkona, 27. febrúarAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.