Innlent

Stóð veiðiþjófa að verki

Baldur Guðmundsson skrifar
Frá Elliðaám.
Frá Elliðaám. fréttablaðið/gva
Veiðimaðurinn Atli Bergmann var við veiðar í Elliða­ánum í gærmorgun. Þegar hann kom niður að Höfuðhyl, einum þekktasta veiðistaðnum í ánni, blasti við honum ófögur sjón. Þrír veiðiþjófar stóðu þar með spúna­stangir og köstuðu í hylinn.

„Ég kallaði og þeir hlupu þegar ég tók mynd – og brunuðu svo í burtu,“ segir Atli við Fréttablaðið. Hann hafði keypt veiðileyfi og því áttu engir aðrir að vera að veiða á svæðinu.

Spurður hvort hann telji að mennirnir, sem hann náði ekki tali af, hafi verið lengi við iðju sína svarar Atli því til að sennilega hafi þeir ekki verið lengi. „Ég var að skipta um taum og sat í sirka tíu til tólf mínútur. Þegar ég stóð upp og ætlaði að fara að kasta þá voru þeir þarna að spúna Höfuðhylinn,“ segir hann. Spúnaveiði er bönnuð í Elliðaánum.

Atli veiddi fimm urriða á vaktinni í morgun, þrjá væna en tvo smáa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×