Bíó og sjónvarp

Hilmir Snær og Ingvar E. leika saman í kvikmynd í fyrsta skipti í nítján ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ingvar E. er í aðalhlutverki.
Ingvar E. er í aðalhlutverki.
Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdar voru til að keppa á Critics‘ Week, einni af hliðardagskrám hinnar virtu Cannes kvikmyndahátíðar, þar sem hún verður heimsfrumsýnd. Critics' Week mun fara fram frá 15.-23. maí, samhliða hátíðinni.Nú hefur verið staðfest hvenær myndin verður sýnd á hátíðinni og er það 16. maí næstkomandi.Áður hafði verið sagt frá því að Ingvar E. Sigurðsson og Ída Mekkín Hlynsdóttir fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni en í dag frumsýndu kvikmyndagerðamennirnir nýtt plakat fyrir Hvítur, hvítur dagur og þar kemur fram að fleiri þjóðþekktir leikarar koma við sögu. Aðrir leikarar í myndinni eru: Hilmir Snær Guðnason, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Arnmundur Ernst Backman, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Haraldur Ari Stefánsson, Laufey Elísdóttir, Þór Tulinius og Sverrir Þór Sverrisson .Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Ingvar E. og Hilmir Snær leika á móti hvort öðrum á hvíta tjaldinu frá því að þeir léku á móti hvor öðrum í Englum Alheimsins sem kom út árið 2000.Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd hér á landi 6. september.

Plakatið nýja.

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.