Innlent

Mál Freyju Haraldsdóttur fer fyrir Hæstarétt Íslands

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Hæstiréttur Íslands hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni Barnaverndarstofu í máli Freyju Haraldsdóttur fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra.
Hæstiréttur Íslands hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni Barnaverndarstofu í máli Freyju Haraldsdóttur fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra.
Hæstiréttur Íslands hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni Barnaverndarstofu í máli Freyju Haraldsdóttur fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra.

Barnaverndarstofa fór fram á leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar 22. mars á þessu ári en niðurstaða Landsréttar var sú að Freyju hefði verið mismunað vegna fötlunar þegar Barnaverndarstofa synjaði umsókn Freyju um að taka barn í fóstur áður en hún fékk tækifæri til að sitja matsnámskeið. Landsréttur sneri við dómi sem áður hafði fallið í héraðsdómi Barnaverndarstofu í hag.

Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju, sagði að kjarni málsins væri ólík málsmeðferð sem Freyja fékk að því er virðist eingöngu vegna fötlunar vegna þess að hún hafi ekki mátt sitja matsnámskeiðið þar sem mat á hæfni hennar færi fram.

Hæstiréttur ákvað að samþykkja áfrýjunarbeiðni því hann lítur svo á að dómur í þessu máli hefði verulegt almennt gildi um skýringu reglna á sviði stjórnskipunarréttar, stjórnsýsluréttar og barnaréttar.

Barnaverndarstofa byggði beiðni sína á því að dómur Landsréttar hefði verið „bersýnilega rangur þar sem litið hafi verið framhjá meginmarkmiðum barnaverndarlaga“.


Tengdar fréttir

Freyja sigraði í Landsrétti

Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×