Ráðstefnan fer fram í húsnæði HR í Nauthólsvík, stofu V101. Hún hefst klukkan 13:30 og stendur til klukkan 17.
Á ráðstefnunni verður kynnt ný skýrsla um stöðu brotaþola á Norðurlöndunum, ásamt tillögum um breytta réttarstöðu brotaþola á Íslandi. Skýrslan er unnin af Hildi Fjólu Antonsdóttur, doktorsnema í réttarfélagsfræði við Háskólann í Lundi.
Einnig verður fjallað um breytingar á meðferð kynferðisbrota sem nú standa yfir í tengslum við aðgerðaáætlun dómsmálaráðuneytisins og aðra stefnumótun á vettvangi stjórnvalda. Í pallborði sitja fræðimenn, fagaðilar úr réttarvörslukerfinu og fagaðilar sem vinna með brotaþolum, auk baráttukvenna sem hafa beina reynslu sem brotaþolar.
Dagskrá ráðstefnunnar:
13.30 Setning ráðstefnu
Fundarstjóri setur ráðstefnuna.
13.40 Ávarp
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra.
13.50 Réttlát málsmeðferð með tilliti til þolenda kynferðisbrota
Hildur Fjóla Antonsdóttir, skýrsluhöfundur og doktorsnemi í réttarfélagsfræði.
14.30 Áfallamiðað refsivörslukerfi?
Svala Ísfeld Ólafsdóttir, sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu og dósent við lagadeild HR.
14.50 Kaffihlé
15.10 Pallborðsumræður
Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, dósent við sálfræðideild HR, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, Berglind Eyjólfsdóttir, lögreglukona í Bjarkarhlíð, Agnes Björg Tryggvadóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði og teymisstjóri áfallateymis Landspítala, Elva Dögg Ásu- og Kristinsdóttir, réttargæslumaður, Símon Sigvaldason, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur og Linda Björg Guðmundsdóttir og Elín Hulda Harðardóttir brotaþolar og baráttukonur.
17.00 Ráðstefnuslit
Fundarstjóri: Halla Gunnarsdóttir, formaður stýrihóps um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðisofbeldi og ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum.