Lífið

Þegar mér líður illa þá horast ég

Stefán Árni Pálsson skrifar
Manúela Ósk hefur náð mjög langt í sínu fagi og hefur hún einbeitt sér að samfélagsmiðlum undanfarin ár.
Manúela Ósk hefur náð mjög langt í sínu fagi og hefur hún einbeitt sér að samfélagsmiðlum undanfarin ár. vísir/vilhelm
Manúela Ósk Harðardóttir vakti fyrst athygli hér á landi árið 2002 þegar hún varð Ungfrú Ísland, aðeins 18 ára gömul.

Síðan þá hefur Manúela verið áberandi hér á landi og jafnvel víðar. Hún hefur verið töluvert búsett í Bandaríkjunum en býr í dag í Hafnarfirðinum.

Manúela er gestur vikunnar í Einkalífinu en Manúela virðist oft vera á milli tannanna á Íslendingum. Holdarfar hennar er oft í umræðunni en fyrir ekki svo löngu vakti athugasemd leikkonunnar Ágústu Evu Erlendsdóttur við mynd Manúelu athygli. Þar skrifaði Ágústa einfaldlega „borða“.

„Venjulega snerta svona hlutir mig ekki neitt og ég er búin að byggja upp rosalega þykkan skráp fyrir allskonar gagnrýni og áreiti en mér fannst þetta frekar skrýtið komandi frá þekktri manneskju sem hefur sjálf verið í sviðsljósinu,“ segir Manúela en bætir við að það séu engin leiðindi á milli þeirra tveggja.

„Þegar ég geng í gegnum erfiðleika og þegar ég er undir miklu álagi sem hefur verið mikið í mínu lífi og miklu meira en ég sýni, þá horast ég eins og eðlilegt er hjá fólki sem er að ganga í gegnum eitthvað. Það bara missir matarlyst og ég held að þetta sé ástæðan fyrir þessari umræðu. Mér finnst þessar pælingar koma miklu meira frá konum, heldur en frá karlmönnum.“

Í þættinum ræðir Manúela einnig um athyglina sem fylgdi því að vera Ungfrú Ísland árið 2002, um þá jákvæðu og neikvæðu umræðu sem fylgir henni, um hlutverk hennar í Miss Universe og móðurhlutverkið. Spennandi tímar eru einnig framundan hjá Manúelu og er nýtt verkefni í pípunum.


Tengdar fréttir

„Var kannski aðeins meðvirk með ástandinu“

Sjónvarpskonan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur verið á sjónvarpsskjáum landsmanna undanfarin ár og þá aðallega sem sjónvarpskokkur. Núna er Eva orðin dagskrágerðarmaður í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×