Nálgumst þolmörk margra lífvera Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2019 20:30 Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Þorleifur Eiríksson dýrafræðingur að búast megi við því að um níutíu prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan fimmtíu ára vegna loftslagsbreytinga. Sumar færi sig sunnar eða norðar en aðrar deyi út. Áhrifa hnattrænna breytinga gætir einna fyrst hér nyrst í Atlantshafinu. Bæði súrnar sjórinn hér örar, þegar hafið tekur upp hluta þess koltíoxíðs sem losað er í andrúmsloftið, auk þess sem hitastigið er að breytast. „Við höfum fjarlægst upprunalegt ástand og við getum búist við því að þessar breytingar haldi áfram að vera hraðari hér en annars staðar, næstu ár og áratugi," segir Jón Ólafsson, haffræðingur. Breytingar á nytjastofnum blasi við. „Til dæmis loðnan, ég segi ekki að hún sé að hverfa, en hún hefur snarminnkað og það tengist sennilega breytingum hér í norðurhöfum; minnkandi hafísþekju og svoleiðis. Síðan sjáum við makrílinn sem hefur komið. Svo sjáum við líka að það eru breytingar sem við skýrum ekki og höfum engar skýringar á. Eins og til dæmis humarinn. Það hefur engin nýliðun verið í honum síðan 2005," segir Jón. Breytt sýrustig vegna súrnunar sjávar hefur mikil áhrif á kalkmyndandi lífríki, líkt og skeljar og skelfisk. Þolmörk lífvera eru misjöfn en við ákveðin mörk hætta þær að geta myndað skel og drepast þar með. Jón segir þessi áhrif geta komið mjög óvænt fram og því sé nauðsynlegt að leggja mun meira í rannsóknir. „Vegna þess hve breytingarnar eru hraðar hér og líka vegna þess að það er náttúrulega lágt kalkmettunarstig hér, bara vegna þess hve sjórinn er kaldur, að þá er ég býsna hræddur um að við séum nálægt hinum ýmsu mörkum," segir Jón. „Það er svo margt í lífríkinu, til dæmis kalkmyndandi lífverur, sem eru mikilvægar sem grunnur í lífkerfinu. Eru fæða fyrir eitthvað annað en við nýtum þær ekki. Þar geta orðið breytingar án þess að við tökum eftir því," segir Jón. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Um 90 prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan 50 ára Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftlagsbreytinga og ágangs manna að mati dýrafræðings. Einhverjar færi sig norðar eða sunnar en aðrar deyi út. 8. maí 2019 19:56 Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Sjá meira
Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Þorleifur Eiríksson dýrafræðingur að búast megi við því að um níutíu prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan fimmtíu ára vegna loftslagsbreytinga. Sumar færi sig sunnar eða norðar en aðrar deyi út. Áhrifa hnattrænna breytinga gætir einna fyrst hér nyrst í Atlantshafinu. Bæði súrnar sjórinn hér örar, þegar hafið tekur upp hluta þess koltíoxíðs sem losað er í andrúmsloftið, auk þess sem hitastigið er að breytast. „Við höfum fjarlægst upprunalegt ástand og við getum búist við því að þessar breytingar haldi áfram að vera hraðari hér en annars staðar, næstu ár og áratugi," segir Jón Ólafsson, haffræðingur. Breytingar á nytjastofnum blasi við. „Til dæmis loðnan, ég segi ekki að hún sé að hverfa, en hún hefur snarminnkað og það tengist sennilega breytingum hér í norðurhöfum; minnkandi hafísþekju og svoleiðis. Síðan sjáum við makrílinn sem hefur komið. Svo sjáum við líka að það eru breytingar sem við skýrum ekki og höfum engar skýringar á. Eins og til dæmis humarinn. Það hefur engin nýliðun verið í honum síðan 2005," segir Jón. Breytt sýrustig vegna súrnunar sjávar hefur mikil áhrif á kalkmyndandi lífríki, líkt og skeljar og skelfisk. Þolmörk lífvera eru misjöfn en við ákveðin mörk hætta þær að geta myndað skel og drepast þar með. Jón segir þessi áhrif geta komið mjög óvænt fram og því sé nauðsynlegt að leggja mun meira í rannsóknir. „Vegna þess hve breytingarnar eru hraðar hér og líka vegna þess að það er náttúrulega lágt kalkmettunarstig hér, bara vegna þess hve sjórinn er kaldur, að þá er ég býsna hræddur um að við séum nálægt hinum ýmsu mörkum," segir Jón. „Það er svo margt í lífríkinu, til dæmis kalkmyndandi lífverur, sem eru mikilvægar sem grunnur í lífkerfinu. Eru fæða fyrir eitthvað annað en við nýtum þær ekki. Þar geta orðið breytingar án þess að við tökum eftir því," segir Jón.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Um 90 prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan 50 ára Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftlagsbreytinga og ágangs manna að mati dýrafræðings. Einhverjar færi sig norðar eða sunnar en aðrar deyi út. 8. maí 2019 19:56 Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Sjá meira
Um 90 prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan 50 ára Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftlagsbreytinga og ágangs manna að mati dýrafræðings. Einhverjar færi sig norðar eða sunnar en aðrar deyi út. 8. maí 2019 19:56
Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45