Ráðast verði í átak til að sporna gegn „ófremdarástandi“ á sifjadeildinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. apríl 2019 12:15 Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún hefur áhyggjur af stöðu sifjadeildar hjá Sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu. vísir/vilhelm Ráðast verður í sérstakt átak til að laga það „ófremdarástand“ sem ríkir á sifjadeild Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er mat Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis. Helga Vala lagði fram fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, starfandi dómsmálaráðherra. Hún vildi vita hvað ráðherrann hygðist taka til bragðs til að leysa vandann. Helga Vala var til viðtals í Bítinu í morgun og ræddi alvarleika málsins. Sifjadeildin annast mál sem varða fjölskyldur og fjölskyldutengsl og flokkast í grófum dráttum í hjúskaparrétt, sambúðarrétt og barnarétt eða réttarstöðu barna gagnvart foreldrum. „Þetta ástand hefur nú varað í nokkur ár en staðan er þannig að á sifjadeildinni er svo mikil mannekla að níu málum sem varðar forsjá lögheimili, skilnað, umgengni barna við foreldra hefur ekki verið úthlutað síðan í október þannig að þau bara hrúgast upp málin,“ segir Helga Vala.Tafirnar valdi börnum skaða Hún segir að tafirnar í máli barnanna standist ekki lög. Mál þar sem börn eiga í hlut eigi að sæta flýtimeðferð í kerfinu. „Þegar börn fá ekki að hitta annað foreldri sitt, því stundum er það bara tálmun. Það er í minnihluta tilvika þar sem um er að ræða einhverja raunverulega hættu. Þá hvað? Barnið verður bara fyrir rofi þarna og það er mjög alvarlegt og þetta er skaði sem verður ekkert tekinn til baka.“ Stjórnvöld beri ábyrgð á því að koma ekki illa fram við börn. Aðspurð hvort þetta tengist manneklu segir Helga Vala svo vera. „Já, allavega á þessari deild. Það er bara algjör tappi. Þetta er svo alvarlegt eins og til dæmis þegar um er að ræða umgengni. Auðvitað minna alvarlegt þegar allt er í sátt og samlyndi því þá getur fólk bara látið hlutina ganga eðlilega fyrir sig þó það sé auðvitað mjög vont að vera áfram skráður í hjúskap með einhverjum sem þú villt ekki, bara upp á skattalegu hliðina og eignahliðina og allt þetta.“ Embættið hafi einfaldlega ekki nóg fjármagn. „Ég veit ekki hvort það er af því það er illa skipulagt eða bara af því að verkefnastaðan er svona. Við erum nýbúin að fá stjórnsýsluúttekt frá ríkisendurskoðun á sýslumannsembættunum og það var líka algjör rassskelling fyrir stjórnvöld. Þegar sýslumannsembættin voru sameinuð þá var bara staðið mjög illa að því. Það var illa undirbúið, verkefnastaðan var ekki yfirfarin, það er ekkert verkbókhald þarna inni og það fjármagn sem átti að fylgja verkefnunum, það var svona lítið utanumhald og lítil yfirsýn.“ Starfandi dómsmálaráðherra sagði í gær að stjórnvöld væru að fara yfir stöðu sýslumannsembættanna og vinna væri hafin við að rafvæða þinglýsingar. Helga Vala segir þó að málið snúist ekki bara um hagræðingu. „Það er augljóst að það þarf átak núna og fjölga þarf starfsmönnum í þessu skrímsli sem sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu er því þetta er risastórt.“ Alþingi Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Ráðast verður í sérstakt átak til að laga það „ófremdarástand“ sem ríkir á sifjadeild Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er mat Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis. Helga Vala lagði fram fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, starfandi dómsmálaráðherra. Hún vildi vita hvað ráðherrann hygðist taka til bragðs til að leysa vandann. Helga Vala var til viðtals í Bítinu í morgun og ræddi alvarleika málsins. Sifjadeildin annast mál sem varða fjölskyldur og fjölskyldutengsl og flokkast í grófum dráttum í hjúskaparrétt, sambúðarrétt og barnarétt eða réttarstöðu barna gagnvart foreldrum. „Þetta ástand hefur nú varað í nokkur ár en staðan er þannig að á sifjadeildinni er svo mikil mannekla að níu málum sem varðar forsjá lögheimili, skilnað, umgengni barna við foreldra hefur ekki verið úthlutað síðan í október þannig að þau bara hrúgast upp málin,“ segir Helga Vala.Tafirnar valdi börnum skaða Hún segir að tafirnar í máli barnanna standist ekki lög. Mál þar sem börn eiga í hlut eigi að sæta flýtimeðferð í kerfinu. „Þegar börn fá ekki að hitta annað foreldri sitt, því stundum er það bara tálmun. Það er í minnihluta tilvika þar sem um er að ræða einhverja raunverulega hættu. Þá hvað? Barnið verður bara fyrir rofi þarna og það er mjög alvarlegt og þetta er skaði sem verður ekkert tekinn til baka.“ Stjórnvöld beri ábyrgð á því að koma ekki illa fram við börn. Aðspurð hvort þetta tengist manneklu segir Helga Vala svo vera. „Já, allavega á þessari deild. Það er bara algjör tappi. Þetta er svo alvarlegt eins og til dæmis þegar um er að ræða umgengni. Auðvitað minna alvarlegt þegar allt er í sátt og samlyndi því þá getur fólk bara látið hlutina ganga eðlilega fyrir sig þó það sé auðvitað mjög vont að vera áfram skráður í hjúskap með einhverjum sem þú villt ekki, bara upp á skattalegu hliðina og eignahliðina og allt þetta.“ Embættið hafi einfaldlega ekki nóg fjármagn. „Ég veit ekki hvort það er af því það er illa skipulagt eða bara af því að verkefnastaðan er svona. Við erum nýbúin að fá stjórnsýsluúttekt frá ríkisendurskoðun á sýslumannsembættunum og það var líka algjör rassskelling fyrir stjórnvöld. Þegar sýslumannsembættin voru sameinuð þá var bara staðið mjög illa að því. Það var illa undirbúið, verkefnastaðan var ekki yfirfarin, það er ekkert verkbókhald þarna inni og það fjármagn sem átti að fylgja verkefnunum, það var svona lítið utanumhald og lítil yfirsýn.“ Starfandi dómsmálaráðherra sagði í gær að stjórnvöld væru að fara yfir stöðu sýslumannsembættanna og vinna væri hafin við að rafvæða þinglýsingar. Helga Vala segir þó að málið snúist ekki bara um hagræðingu. „Það er augljóst að það þarf átak núna og fjölga þarf starfsmönnum í þessu skrímsli sem sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu er því þetta er risastórt.“
Alþingi Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira