Innlent

Alvarlegur skortur á sjúkraliðum á Landspítala og hjúkrunarheimilum

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Alvarlegur  skortur er á sjúkraliðum á heilbrigðisstofnunum sem veldur miklu álagi á þá sem starfa í faginu að sögn Söndru B. Franks, formanns Sjúkraliðafélags Íslands.
Alvarlegur skortur er á sjúkraliðum á heilbrigðisstofnunum sem veldur miklu álagi á þá sem starfa í faginu að sögn Söndru B. Franks, formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Vísir/Egill

Alvarlegur skortur er á sjúkraliðum á heilbrigðisstofnunum sem veldur miklu álagi á þá sem starfa í faginu að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Kulnun hjá stéttinni hefur farið vaxandi og fjölmörg dæmi um að fólk hafi fallið úr vinnu.

Við sögðum frá því í fréttum okkar um helgina að mikill skortur er á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum sem hefur til að mynda haft þau áhrif að fresta hefur þurft sjö af hverjum tíu aðgerðum á gjörgæsludeild á Hringbraut síðustu vikur. Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir einnig mikinn skort á sjúkraliðum.

„Það er grafalvarleg staða í kerfinu vegna skorts á sjúkraliðum og hefur ekki tekist að fylla í allar þær stöður sem þörf er á sem er mikið áhyggjuefni. Það vantar einkum sjúkraliða á Landspítalann og þá er  alvarlegur skortur á hjúkrunarheimilum. Loks hefur sjúkraliðum fækkað á Landspítalanum sem er einnig mikið áhyggjuefni,“ segir Sandra. 

Hún segir að ástandið hafi alvarleg áhrif á þá sem nú starfa í faginu.

„Vinnan verður erfiðari og þyngri og svo er gengið meira á fólk að taka aukavaktir sem veldur líka auknu álagi, Í svona ástandi finna fleiri fyrir kulnun en áður en við höfum fengið fjölmörg dæmi til okkar á skrifstofuna þar sem fólk er að detta úr vinnu vegna kulnunar,“ segir Sandra að lokum. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.