Gera þurfi víðtækar breytingar til að fá hjúkrunarfræðinga aftur í störfin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. apríl 2019 19:15 Aldrei hefur veriðjafn mikill skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og síðustu misseri að sögn formanns Hjúkrunarráðs spítalans. Hátt í þúsund hjúkrunarfræðingar starfa ekki í faginu og ef takast á að fá það fólk aftur þurfi að gera úrbætur á ýmsum sviðum. Í fréttum okkar í gær kom fram að fresta hefur þurft sjö af hverjum tíu aðgerðum á gjörgæsludeild Landspítalans á Hringbraut síðustu vikur og helmingi allra aðgerða frá áramótum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs Landspítalans segir að oft hafi verið erfitt að manna stöður hjúkrunarfræðinga en aldrei eins og síðustu misseri. „Þessi skortur á hjúkrunarfræðingum hefur haft mjög alvarlegar afleiðingar á Landspítalanum og leitt til þess að loka hefur þurft allt að 40 legurýmum í heilt ár. Spítalinn gæti ráðið 170 hjúkrunarfræðinga án þess að neitt myndi breytast nema að sjálfsögðu að þá væri hægt að opna legurrýmin sem nú eru lokuð,“ segir Marta.Afar alvarlegtástandábráðamóttökuHún segir að ástandið sé mjög slæmt á bráðamóttökunni. „Það er náttúrulega hræðilegt, einkum á bráðamóttökunni bæði fyrir starfsfólk og sjúklinga. Þar liggja 20 til 30 sjúklingar sem hafa lokið sinni meðferð en eru fastir því þeir komast ekki á lyfjadeild því plássin þar eru lokuð.“ segir hún. Hátt íþúsund manns hafa menntun sem hjúkrunarfræðingar en starfa ekki í sínu fagi. Marta segir að ástæðurnar séu margar. „Laun hjúkrunarfræðinga þurfa að vera í samræmi við laun annarra stétta og í samræmi viðábyrgð og álag í starfi. Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga þarf líka að vera aðlaðandi og tæki og búnaður í lagi og samkvæmt nýjustu stöðlum,“ segir hún.Góður vinnustaður Hún segir hins vegar aðþrátt fyrir ýmsa vankanta sé spítalinn góður vinnustaður. „Landspítalinn er eina hátæknisjúkrahúsið okkar það er líka háskólasjúkrahús og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hægt er að vinna við alls konar störf. Hann ætti því að vera afar eftirsóttur vinnustaður en til að það geti orðið þarf að breyta ýmsu,“ segir Marta að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Aldrei hefur veriðjafn mikill skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og síðustu misseri að sögn formanns Hjúkrunarráðs spítalans. Hátt í þúsund hjúkrunarfræðingar starfa ekki í faginu og ef takast á að fá það fólk aftur þurfi að gera úrbætur á ýmsum sviðum. Í fréttum okkar í gær kom fram að fresta hefur þurft sjö af hverjum tíu aðgerðum á gjörgæsludeild Landspítalans á Hringbraut síðustu vikur og helmingi allra aðgerða frá áramótum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs Landspítalans segir að oft hafi verið erfitt að manna stöður hjúkrunarfræðinga en aldrei eins og síðustu misseri. „Þessi skortur á hjúkrunarfræðingum hefur haft mjög alvarlegar afleiðingar á Landspítalanum og leitt til þess að loka hefur þurft allt að 40 legurýmum í heilt ár. Spítalinn gæti ráðið 170 hjúkrunarfræðinga án þess að neitt myndi breytast nema að sjálfsögðu að þá væri hægt að opna legurrýmin sem nú eru lokuð,“ segir Marta.Afar alvarlegtástandábráðamóttökuHún segir að ástandið sé mjög slæmt á bráðamóttökunni. „Það er náttúrulega hræðilegt, einkum á bráðamóttökunni bæði fyrir starfsfólk og sjúklinga. Þar liggja 20 til 30 sjúklingar sem hafa lokið sinni meðferð en eru fastir því þeir komast ekki á lyfjadeild því plássin þar eru lokuð.“ segir hún. Hátt íþúsund manns hafa menntun sem hjúkrunarfræðingar en starfa ekki í sínu fagi. Marta segir að ástæðurnar séu margar. „Laun hjúkrunarfræðinga þurfa að vera í samræmi við laun annarra stétta og í samræmi viðábyrgð og álag í starfi. Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga þarf líka að vera aðlaðandi og tæki og búnaður í lagi og samkvæmt nýjustu stöðlum,“ segir hún.Góður vinnustaður Hún segir hins vegar aðþrátt fyrir ýmsa vankanta sé spítalinn góður vinnustaður. „Landspítalinn er eina hátæknisjúkrahúsið okkar það er líka háskólasjúkrahús og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hægt er að vinna við alls konar störf. Hann ætti því að vera afar eftirsóttur vinnustaður en til að það geti orðið þarf að breyta ýmsu,“ segir Marta að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira