Selirnir í óásættanlegri stöðu í Húsdýragarðinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. apríl 2019 12:27 Þrír selir eru í lauginni í Húsdýragarðinum og stundum kópur með. Borgarfulltrúi telur aðstöðuna óásættanlega. VÍSIR/VILHELM Aðstaða selanna í Húsdýragarðinum er óásættanleg að sögn borgarfulltrúa Pírata. Til skoðunar er að stækka laugina og endurskoða stefnu garðsins varðandi fjölgun dýranna. Óþarft sé að dýrin geti af sér afkvæmi sem leidd eru til slátrunar á haustin. Selalaugin í Húsdýragarðinum er um 160 fermetrar og fimm metra djúp. Í henni eru þrír selir sem hafa nánast verið í garðinum frá upphafi, eða frá árinu 1990. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri garðsins, segir að gestir hafi stundum furðað sig á smæð laugarinnar og telur fullt tilefni til að stækka hana. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir að stækkun sé til skoðunar. „Við tökum dýravernd alvarlega og aðstaðan fyrir selina er óásættanleg. Það er að segja að laugin og svæðið sem selirnir hafa er of lítið. Ég myndi vilja að laugin yrði stækkuð og aðstaðan fyrir selina bætt," segir Sigurborg. „En þarna eru líka tækifæri til fræðslu um stöðu sela og umhverfisvernd við Ísland. Vegna þess að landselir við Íslandsstrendur eru í bráðri útrýmingarhættu." Selirnir í Húsdýragarðinum kæpa jafnan á vorin og er kópunum slátrað á haustin. Sigurborg telur að þetta þurfi að endurskoða.Laugin er um 160 fermetrar og fimm metra djúp.VÍSIR/VILHELM„Ég tel alveg rétt að skoða þá stefnu að dýr séu í raun að eignast afkvæmi til þess eins að vera drepin á haustin. Það er í rauninni ekki ábyrg afstaða," segir Sigurborg. Þetta eigi við um fleiri dýr í garðunum. „Það er náttúrulega hægt að leyfa dýrunum að fjölga sér þannig að garðurinn geti borið það. Það er líka hægt að vera með svokallað dýraathvarf líkt og margir aðrir garðar í heiminum eru með. Þá er verið að aðstoða dýr í vanda eða þau sem geta ekki bjargað sér í náttúrunni." Málið er til skoðunar innan borgarinnar og er ákvörðunar að vænta síðar á árinu. „Það í rauninni þyrfti að endurskoða fjárfestingar fyrir Húsdýragarðinn og laugina, þannig að það væri hægt að stækka hana og bæta aðstöðuna. Það verða vonandi frétta að vænta í vor eða í síðasta lagi í haust," segir Sigurborg. Borgarstjórn Dýr Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Aðstaða selanna í Húsdýragarðinum er óásættanleg að sögn borgarfulltrúa Pírata. Til skoðunar er að stækka laugina og endurskoða stefnu garðsins varðandi fjölgun dýranna. Óþarft sé að dýrin geti af sér afkvæmi sem leidd eru til slátrunar á haustin. Selalaugin í Húsdýragarðinum er um 160 fermetrar og fimm metra djúp. Í henni eru þrír selir sem hafa nánast verið í garðinum frá upphafi, eða frá árinu 1990. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri garðsins, segir að gestir hafi stundum furðað sig á smæð laugarinnar og telur fullt tilefni til að stækka hana. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir að stækkun sé til skoðunar. „Við tökum dýravernd alvarlega og aðstaðan fyrir selina er óásættanleg. Það er að segja að laugin og svæðið sem selirnir hafa er of lítið. Ég myndi vilja að laugin yrði stækkuð og aðstaðan fyrir selina bætt," segir Sigurborg. „En þarna eru líka tækifæri til fræðslu um stöðu sela og umhverfisvernd við Ísland. Vegna þess að landselir við Íslandsstrendur eru í bráðri útrýmingarhættu." Selirnir í Húsdýragarðinum kæpa jafnan á vorin og er kópunum slátrað á haustin. Sigurborg telur að þetta þurfi að endurskoða.Laugin er um 160 fermetrar og fimm metra djúp.VÍSIR/VILHELM„Ég tel alveg rétt að skoða þá stefnu að dýr séu í raun að eignast afkvæmi til þess eins að vera drepin á haustin. Það er í rauninni ekki ábyrg afstaða," segir Sigurborg. Þetta eigi við um fleiri dýr í garðunum. „Það er náttúrulega hægt að leyfa dýrunum að fjölga sér þannig að garðurinn geti borið það. Það er líka hægt að vera með svokallað dýraathvarf líkt og margir aðrir garðar í heiminum eru með. Þá er verið að aðstoða dýr í vanda eða þau sem geta ekki bjargað sér í náttúrunni." Málið er til skoðunar innan borgarinnar og er ákvörðunar að vænta síðar á árinu. „Það í rauninni þyrfti að endurskoða fjárfestingar fyrir Húsdýragarðinn og laugina, þannig að það væri hægt að stækka hana og bæta aðstöðuna. Það verða vonandi frétta að vænta í vor eða í síðasta lagi í haust," segir Sigurborg.
Borgarstjórn Dýr Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent