Innlent

Fylgjast með veikum hrossum

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Einkenni veikindanna minna á hitasótt annars vegar og smitandi hósta hins vegar en MAST fylgist grant með veikindum hrossanna.
Einkenni veikindanna minna á hitasótt annars vegar og smitandi hósta hins vegar en MAST fylgist grant með veikindum hrossanna. Fréttablaðið/Anton

Matvælastofnun fylgist nú náið með veikindum í hrossum sem komið hafa upp á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurlandi og á Vesturlandi. Einkenni veikindanna minna á hitasótt annars vegar og smitandi hósta hins vegar.

Í tilkynningu frá stofnuninni segir að flest bendi til að smitefni sem urðu landlæg hér á landi í kjölfar faraldra árin 1998 og 2010 séu að minna á sig.

Hestarnir verða alla jafna ekki alvarlega veikir en fylgjast þarf með þeim og kalla til dýralækni ef líkamshiti mælist hærri en 38,5 gráður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.