Lífið

Laminn fyrir að spilla Avengers:Endgame fyrir bíógestum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þvottabjörninn Rocket er meðlimur Varða Vetrarbrautarinnar (e. Guardians of the Galaxy). Hann er meðal annarra hetja í eldlínunni í Avengers: Endgame.
Þvottabjörninn Rocket er meðlimur Varða Vetrarbrautarinnar (e. Guardians of the Galaxy). Hann er meðal annarra hetja í eldlínunni í Avengers: Endgame. Disney/Marvel
Spennuspillir sem ekki gat stillt sig um að ljóstra uppi um atburðarrásina í stórmyndinni Avengers:Endgame fékk heldur betur á baukinn fyrir utan bíóhús í Hong Kong þar sem myndin var sýnd.

Deadline greinir frá því að maðurinn hafi verið laminn eftir að hann sagði spenntum bíógestum sem biðu í röð fyrir utan bíóið hvernig myndin endaði.

Er hann sagður hafa verið á leið út úr bíóinu sjálfur eftir að hafa horft á myndina er hann kallaði á þá sem biðu í röð að komast inn í bíósalinn. Deadline segir að á samfélagsmiðlum megi sjá myndir af spennuspillinum með sár á höfði.

Myndinni hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en um síðustu myndina í hinum mikla Avengers-sagnabálki er um að ræða.

Vinsældir myndarinnar og eftirvænting fyrir henni hafa þó í för með sér fylgifisk sem þeir sem ekki hafa séð myndina en hugnast að gera svo myndu telja ansi hvimleiðan. Internetið er uppfullt af spennuspillum (e.spoilers) um myndina.

Hefur málið gengið svo langt að Þá hefur Marvel, fyrirtækið sem gefur út myndirnar, hrundið af stað herferð þar sem biðlað er til fólks um að spilla myndinni ekki fyrir þeim sem ekki hafa séð hana.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.