Marvel biðlar til almennings um að spilla ekki Avengers: Endgame Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2019 22:05 Þvottabjörninn Rocket er meðlimur Varða Vetrarbrautarinnar (e. Guardians of the Galaxy). Hann er meðal annarra hetja í eldlínunni í Avengers: Endgame. Disney/Marvel Nýjasta mynd kvikmyndafyrirtækisins Marvel um Hefnendurna (e. Avengers), Avengers: Endgame, var frumsýnd í kvikmyndahúsum heimsins fyrr í vikunni. Gríðarleg eftirvænting hefur ríkt fyrir myndinni og gagnrýnendur hafa stráfallið fyrir henni. Í kjölfar frumsýningar á myndinni hefur Internetið vart talað um annað, en myndin hefur hlotið frábærar viðtökur hjá kvikmyndaáhugafólki. Þegar þetta er skrifað situr myndin í fimmta sæti á lista kvikmyndavefsíðunnar IMDb yfir bestu kvikmyndir sögunnar, ofar en myndir á borð við Schindler‘s List og Pulp Fiction. Vinsældir myndarinnar og eftirvænting fyrir henni hafa þó í för með sér fylgifisk sem þeir sem ekki hafa séð myndina en hugnast að gera svo myndu telja ansi hvimleiðan. Internetið er uppfullt af spennuspillum (e.spoilers) um myndina. Hrekkjalómar á alnetinu hafa tekið upp á því að troða slíkum spillum inn í ýmiskonar efni, tengt eða ótengt, myndinni. Þannig geta þeir upplýst um endalok myndarinnar og eyðilagt á augabragði fyrir internetnotendum sem eiga sér einskis ills von. Raunar hefur spennuspillingin gengið svo langt að aldrei hafa fleiri notast við hjálp leitarvéla á netinu til þess að reyna að fyrirbyggja að verða á barðinu fyrir spennuspillum. Þá hefur Marvel, fyrirtækið sem gefur út myndirnar, hrundið af stað herferð þar sem biðlað er til fólks um að spilla myndinni ekki fyrir þeim sem ekki hafa séð hana. Opinber Twitter-aðgangur Avengers-myndanna tísti í gær myndbandi þar sem stjörnur myndarinnar biðja fólk vinsamlegast um að láta ógert að eyðileggja upplifun annarra með því að leysa frá skjóðunni um afdrif hetjanna vinsælu.Don’t do it. #DontSpoilTheEndgamepic.twitter.com/BoCzPHO4PJ — The Avengers (@Avengers) April 25, 2019 Bandaríkin Tengdar fréttir Eyðilagði Avengers fyrir samstarfsfélögum sínum í fréttum vikunnar Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, fer yfir helstu fréttir vikunnar hjá 101 Radio. 26. apríl 2019 16:00 Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Fleiri fréttir Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Nýjasta mynd kvikmyndafyrirtækisins Marvel um Hefnendurna (e. Avengers), Avengers: Endgame, var frumsýnd í kvikmyndahúsum heimsins fyrr í vikunni. Gríðarleg eftirvænting hefur ríkt fyrir myndinni og gagnrýnendur hafa stráfallið fyrir henni. Í kjölfar frumsýningar á myndinni hefur Internetið vart talað um annað, en myndin hefur hlotið frábærar viðtökur hjá kvikmyndaáhugafólki. Þegar þetta er skrifað situr myndin í fimmta sæti á lista kvikmyndavefsíðunnar IMDb yfir bestu kvikmyndir sögunnar, ofar en myndir á borð við Schindler‘s List og Pulp Fiction. Vinsældir myndarinnar og eftirvænting fyrir henni hafa þó í för með sér fylgifisk sem þeir sem ekki hafa séð myndina en hugnast að gera svo myndu telja ansi hvimleiðan. Internetið er uppfullt af spennuspillum (e.spoilers) um myndina. Hrekkjalómar á alnetinu hafa tekið upp á því að troða slíkum spillum inn í ýmiskonar efni, tengt eða ótengt, myndinni. Þannig geta þeir upplýst um endalok myndarinnar og eyðilagt á augabragði fyrir internetnotendum sem eiga sér einskis ills von. Raunar hefur spennuspillingin gengið svo langt að aldrei hafa fleiri notast við hjálp leitarvéla á netinu til þess að reyna að fyrirbyggja að verða á barðinu fyrir spennuspillum. Þá hefur Marvel, fyrirtækið sem gefur út myndirnar, hrundið af stað herferð þar sem biðlað er til fólks um að spilla myndinni ekki fyrir þeim sem ekki hafa séð hana. Opinber Twitter-aðgangur Avengers-myndanna tísti í gær myndbandi þar sem stjörnur myndarinnar biðja fólk vinsamlegast um að láta ógert að eyðileggja upplifun annarra með því að leysa frá skjóðunni um afdrif hetjanna vinsælu.Don’t do it. #DontSpoilTheEndgamepic.twitter.com/BoCzPHO4PJ — The Avengers (@Avengers) April 25, 2019
Bandaríkin Tengdar fréttir Eyðilagði Avengers fyrir samstarfsfélögum sínum í fréttum vikunnar Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, fer yfir helstu fréttir vikunnar hjá 101 Radio. 26. apríl 2019 16:00 Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Fleiri fréttir Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Eyðilagði Avengers fyrir samstarfsfélögum sínum í fréttum vikunnar Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, fer yfir helstu fréttir vikunnar hjá 101 Radio. 26. apríl 2019 16:00