Hætta við að skilja afríska hlaupara útundan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. apríl 2019 13:38 Útspil skipuleggjenda hlaupsins vakti mikla athugli. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Bryn Lennon/Getty Skipuleggjendur hálfmaraþons í borginni Trieste í norðurhluta Ítalíu hafa fallið frá áformum sínum um að meina afrískum hlaupurum að taka þátt í hlaupinu. Upphaflega ákvörðunin um að mismuna hlaupurum eftir uppruna var sögð eiga að vekja athygli á bágum kjörum afrísks íþróttafólks. „Eftir að hafa sett af stað ögrun sem hitti á taugar og beindi athyglinni að rótgrónu vandamáli, öfugt við það sem tilkynnt var í gær, verður afrískum hlaupurum boðið að taka þátt í hlaupinu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Fabio Carini, skipuleggjanda hlaupsins. Ákvörðun skipuleggjenda um að bjóða aðeins evrópskum hlaupurum að taka þátt olli miklu fjaðrafoki á Ítalíu og hafa skipuleggjendur verið ásakaðir um að vera haldnir kynþáttafordómum. Skipuleggjendur segja það þó vera misskilning þar sem ætlunin hafi verið að sýna fram á þá erfiðleika sem afrískir atvinnuíþróttamenn standa frammi fyrir. „Í ár höfum við ákveðið að bjóða aðeins evrópskum íþróttamönnum til þess að senda skilaboð um að grípa verði til ráðstafana og koma böndum á þá rányrkju sem afar dýrmætt afrískt íþróttafólk þarf að þola. Þetta er eitthvað sem við megum ekki samþykkja lengur,“ sagði Carini við La Repubblica um upphaflegu ákvörðunina um að halda Afríkufólki frá hlaupinu. Ekki eru allir á eitt sáttir með þessar skýringar en Isabella De Monte, Evrópuþingmaður Ítala hjá mið-vinstri Demókrataflokknum hefur haft hátt um málið og sakar skipuleggjendur um að reyna að „hreinsa íþróttir“ af Afríkufólki. „Misnotkun á íþróttafólki er notuð sem tylliástæða. Í tengslum við mál sem þessi eru staðir sem hægt er að leita til og viðeigandi stofnanir sem taka við slíkum málum. Þetta er fáránlegt. Það er verið að meina atvinnufólki í íþróttum að taka þátt í keppni sökum þess að það er frá Afríku,“ sagði De Monte. Íþróttasamband Ítalíu hefur hafið rannsókn á málinu og hefur nú til skoðunar hvort ákvörðunin um að halda fólki frá keppninni sökum uppruna stangist á við staðla og reglur sambandsins. Sigurvegar þessa tiltekna hlaups í karla- og kvennaflokki á síðasta ári voru Olivier Irabaruta og Elvanie Nimbona. Þau eru bæði frá Búrúndí, sem er einmitt í Afríku. Hlaup Ítalía Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Skipuleggjendur hálfmaraþons í borginni Trieste í norðurhluta Ítalíu hafa fallið frá áformum sínum um að meina afrískum hlaupurum að taka þátt í hlaupinu. Upphaflega ákvörðunin um að mismuna hlaupurum eftir uppruna var sögð eiga að vekja athygli á bágum kjörum afrísks íþróttafólks. „Eftir að hafa sett af stað ögrun sem hitti á taugar og beindi athyglinni að rótgrónu vandamáli, öfugt við það sem tilkynnt var í gær, verður afrískum hlaupurum boðið að taka þátt í hlaupinu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Fabio Carini, skipuleggjanda hlaupsins. Ákvörðun skipuleggjenda um að bjóða aðeins evrópskum hlaupurum að taka þátt olli miklu fjaðrafoki á Ítalíu og hafa skipuleggjendur verið ásakaðir um að vera haldnir kynþáttafordómum. Skipuleggjendur segja það þó vera misskilning þar sem ætlunin hafi verið að sýna fram á þá erfiðleika sem afrískir atvinnuíþróttamenn standa frammi fyrir. „Í ár höfum við ákveðið að bjóða aðeins evrópskum íþróttamönnum til þess að senda skilaboð um að grípa verði til ráðstafana og koma böndum á þá rányrkju sem afar dýrmætt afrískt íþróttafólk þarf að þola. Þetta er eitthvað sem við megum ekki samþykkja lengur,“ sagði Carini við La Repubblica um upphaflegu ákvörðunina um að halda Afríkufólki frá hlaupinu. Ekki eru allir á eitt sáttir með þessar skýringar en Isabella De Monte, Evrópuþingmaður Ítala hjá mið-vinstri Demókrataflokknum hefur haft hátt um málið og sakar skipuleggjendur um að reyna að „hreinsa íþróttir“ af Afríkufólki. „Misnotkun á íþróttafólki er notuð sem tylliástæða. Í tengslum við mál sem þessi eru staðir sem hægt er að leita til og viðeigandi stofnanir sem taka við slíkum málum. Þetta er fáránlegt. Það er verið að meina atvinnufólki í íþróttum að taka þátt í keppni sökum þess að það er frá Afríku,“ sagði De Monte. Íþróttasamband Ítalíu hefur hafið rannsókn á málinu og hefur nú til skoðunar hvort ákvörðunin um að halda fólki frá keppninni sökum uppruna stangist á við staðla og reglur sambandsins. Sigurvegar þessa tiltekna hlaups í karla- og kvennaflokki á síðasta ári voru Olivier Irabaruta og Elvanie Nimbona. Þau eru bæði frá Búrúndí, sem er einmitt í Afríku.
Hlaup Ítalía Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira