Vonar að útilistaverkið Pálmatré rísi í Vogabyggð Andri Eysteinsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 28. apríl 2019 20:33 Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur vonar að útilistaverkið Pálmatré rísi í nýju hverfi í Vogabyggð og spáir að það verði það mikill gleðigjafi. Hún segir að oft skapist mikil umræða og jafnvel gagnrýni um útilistaverk en umræðan um þetta verk í vetur hafi verið sérlega harkaleg. Mikil umræða skapaðist eftir að tilkynnt var í janúar að útilistaverkið pálmatré hefði unnið í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem haldin hefur verið hér á landi. Borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýndu kostnaðinn við verkið en gert er ráð að hann verði um 140 milljónir króna. Þá var gagnrýnt að ólíklegt væri að pálmatré gæti lifað af íslenska veðráttu. Borgarfulltrúar meirihlutans ákváðu að láta kostnaðargreina verkefni og er það mál nú í ferli. Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur vonar að verkið fái að rísa. „Ég vona að það verði og þá kannski geti menn tekið umræðuna um listina, um hvaða áhrif þetta verk hefur á umhverfi sitt og hverskonar gleðigjafi það verður vonandi í Vogabyggð,“ segir Ólöf Kristín Pálsdóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Rætt var um list í almannarými á Kjarvalsstöðum í gær. Þar kom fram að í gegnum tíðina hafi oft skapast mikil umræða um útilistaverk. „Ég held að í þessu tilfelli hafi verkið komið inn í viðkvæmt pólitískt ástand. Þeir sem voru neikvæðir voru sérstaklega háværir en þetta á sér hliðstæðu í sögunni,“ segir Ólöf safnstjóri. Sólfarið við Sæbrautina í Reykjavík er meðal þeirra útilistaverka sem var mikið gagnrýnt þegar það var sett upp á sínum tíma og hafði fólk til dæmis áhyggjur af því að slysahætta gæti skapast í kringum verkið sem nú er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í Reykjavík Borgarstjórn Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur vonar að útilistaverkið Pálmatré rísi í nýju hverfi í Vogabyggð og spáir að það verði það mikill gleðigjafi. Hún segir að oft skapist mikil umræða og jafnvel gagnrýni um útilistaverk en umræðan um þetta verk í vetur hafi verið sérlega harkaleg. Mikil umræða skapaðist eftir að tilkynnt var í janúar að útilistaverkið pálmatré hefði unnið í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem haldin hefur verið hér á landi. Borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýndu kostnaðinn við verkið en gert er ráð að hann verði um 140 milljónir króna. Þá var gagnrýnt að ólíklegt væri að pálmatré gæti lifað af íslenska veðráttu. Borgarfulltrúar meirihlutans ákváðu að láta kostnaðargreina verkefni og er það mál nú í ferli. Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur vonar að verkið fái að rísa. „Ég vona að það verði og þá kannski geti menn tekið umræðuna um listina, um hvaða áhrif þetta verk hefur á umhverfi sitt og hverskonar gleðigjafi það verður vonandi í Vogabyggð,“ segir Ólöf Kristín Pálsdóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Rætt var um list í almannarými á Kjarvalsstöðum í gær. Þar kom fram að í gegnum tíðina hafi oft skapast mikil umræða um útilistaverk. „Ég held að í þessu tilfelli hafi verkið komið inn í viðkvæmt pólitískt ástand. Þeir sem voru neikvæðir voru sérstaklega háværir en þetta á sér hliðstæðu í sögunni,“ segir Ólöf safnstjóri. Sólfarið við Sæbrautina í Reykjavík er meðal þeirra útilistaverka sem var mikið gagnrýnt þegar það var sett upp á sínum tíma og hafði fólk til dæmis áhyggjur af því að slysahætta gæti skapast í kringum verkið sem nú er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í Reykjavík
Borgarstjórn Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira