Innlent

Íslendingurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Noregi

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi í Mehamn á laugardag.
Frá vettvangi í Mehamn á laugardag. TV2/Christoffer Robin Jensen
Gunnar Jóhann Gunnarsson hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Noregi. Greint er frá þessu á vef norska ríkisútvarpsins NRK en Gunnar er grunaður um að hafa orðið hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana í bænum Mehamn með skotvopni aðfaranótt laugardags. 

Gæsluvarðhaldið yfir manninum var staðfest í héraðsdómi Austur Finnmörku í kvöld. 

Annar Íslendingur er grunaður um aðild að morðinu en ekki hefur verið tekin afstaða til kröfu um gæsluvarðhald yfir honum. Gerir lögreglan kröfu um að hann verði úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. 


Tengdar fréttir

Áfall að heyra af morðinu í Mehamn

Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður.

Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni

Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára íslenskur karlmaður sem grunaður er að hafa orðið eldri bróður sínum að bana með skotvopni í norska þorpinu Mehamn aðfaranótt laugardags, á nokkurn brotaferil að baki. Bæði fyrir alvarlega líkamsárás og sömuleiðis fyrir nauðgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×