Innlent

Þjóðkjörnir fá ekki hækkun

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sent efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis minnisblað, með samþykki ríkisstjórnarinnar, þar sem hann leggur til tvær breytingar á frumvarpi til breytinga á lögum vegna brottfalls laga um kjararáð.

Það felur meðal annars í sér að launahækkun þjóðkjörinna fulltrúa þann 1. júlí næstkomandi komi ekki til framkvæmda. Þá óskar Bjarni eftir heimild í eitt skipti til að hækka laun þjóðkjörinna fulltrúa, þingmanna, ráðherra og forseta Íslands, þann 1. janúar 2020 til samræmis við áætlaða breytingu á launum þann 1. júlí 2020.

Jafnframt er lagt til að ákvæði um heimild ráðherra til að hækka laun 1. janúar til samræmis við áætlaða breytingu á launum 1. júlí verði fellt út en ákvæðið er í nokkrum greinum frumvarpsins. Laun þjóðkjörinna fulltrúa hækkuðu sem kunnugt er um allt að 44 prósent haustið 2016.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.