Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Atli Ísleifsson skrifar 11. apríl 2019 09:25 Omar al-Bashir komst til valda í Súdan í valdaráninu árið 1989. Getty Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 1989. Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu vikur og mánuði og berast nú fréttir af miklum fagnaðarlátum meðal mótmælenda í höfuðborginni Kartúm. Tilkynningar hersins er beðið með eftirvæntingu. Með afsögn al-Bashir myndi einn alræmdasti þjóðarleiðtogi heims hverfa af valdastóli en hann hefur áður verið ákærður vegna stríðsglæpa og þjóðarmorðs í Darfúr-héraði í Súdan og hýsti um tíma hryðjuverkamanninn Osama bin Laden. Al-Bashir komst til valda í Súdan fyrir um þrjátíu árum, eða árið 1989. Fór hann þá fyrir valdaráni hersins sem kom hinum lýðræðislega kjörna forseta Sadiq al-Mahdi frá völdum. Árið 1993 tók hann formlega við stöðu forseta landsins en frá vandaráninu hafði hann stýrt landinu sem formaður svokallaðs byltingarráðs.Andstæðingar forsetans hafa fagnað í Kartúm í morgun.EPAÞjóðarmorð og stríðsglæpir Omar al-Bashir varð árið 2009 fyrsti þjóðhöfðingi heims til að vera ákærður af Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag vegna gruns um stríðsglæpi og þjóðarmorð í Darfúr-héraði. Átökin í Darfúr brutust út árið 2003 og samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa um 300 þúsund manns látið lífið í átökunum og um tvær milljónir manna neyðst til að flýja heimili sín. Bashir, sem starfaði á sínum tíma sem fallhlífahermaður innan hersins, tókst þrátt fyrir mikinn þrýsting alþjóðasamfélagsins að halda völdum í landinu. Þar til nú. Mikil mótmælaalda hefur gengið yfir Súdan frá því í desember, en hún hófst eftir miklar hækkanir á nauðsynjavörum og eldsneyti. Þannig greindi ríkisstjórn landsins frá því að verð á brauði myndi þrefaldast. Síðustu vikur hafa mótmælin svo snúist upp í kröfu um afsögn hins þaulsetna forseta. Bashir lýsti yfir neyðarástandi í landinu í febrúar þar sem bann var lagt við fjöldasamkomum og mótmælum. Súdönsk yfirvöld hafa greint frá því að rúmlega þrjátíu manns hafi látið lífið í mótmælunum síðustu mánuði.Omar al-Bashir.EPAMannskætt borgarastríð Alþjóðasamfélagið, meðal annars stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi, hefur harðlega gagnrýnt ákvörðun Bashirs að lýsa yfir neyðarástandi og beindi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna því til stjórnvalda í Súdan að tafarlaust aflýsa neyðarástandinu. Þrátt fyrir að hafa verið ákærður og eftirlýstur af Alþjóðaglæpadómstólnum hefur Bashir getað heimsótt fjölda Afríkuríkja, auk Kína, Malasíu og Sádí-Arabíu. Ekkert ríkið ákvað þó að framselja hann til Alþjóðaglæpadómstólsins. Í valdatíð hans stóð yfir langt og mannsætt borgarastríð þar sem landinu var skipt upp í tvo hluta árið 2011. Varð þá til Suður-Súdan, þar sem íbúar eru að stærstum hluta kristnir, en íbúar Súdans eru flestir arabar og múslimar. Á árunum 1991 til 1996 hélt Bashir hlífðarskildi yfir leiðtoga hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, Osama bin Laden. Eftir hryðjuverkaárásirnar gegn sendiráðum Bandaríkjanna í Kenía og Tansaníu árið 1998, þar sem rúmlega tvö hundruð manns fórust, lét Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti, gera sprengjuárásir á verksmiðju í Súdan sem var talin tengjast bin Laden.Mótmælendur fagna.GettyLítið vitað um einkalíf forsetans Mr Bashir fæddist árið 1944 en foreldrar hans voru bændur í norðurhluta landsins, sem var þá hluti Egyptalands. Tilheyrir hann bedúínaættbálknum Al-Bedairyya Al-Dahmashyya. Hann gekk til liðs við egypska herinn ungur að árum og tók þátt í stríði Egypta og Ísraels árið 1973. Lítið er vitað um einkalíf forsetans. Hann á ekki börn og á sextugsaldri gekk hann að eiga aðra eiginkonu sína, ekkju Ibrahim Shams al-Din sem álitinn er stríðshetja í landinu. Suður-Súdan Súdan Tengdar fréttir Talið að her Súdans muni taka völdin af forsetanum Íbúar Súdans bíða nú í ofvæni eftir yfirlýsingu frá hernum í landinu en fastlega er búist við því að herinn ætli að taka völdin af forseta landsins Omar Bashir. 11. apríl 2019 07:51 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 1989. Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu vikur og mánuði og berast nú fréttir af miklum fagnaðarlátum meðal mótmælenda í höfuðborginni Kartúm. Tilkynningar hersins er beðið með eftirvæntingu. Með afsögn al-Bashir myndi einn alræmdasti þjóðarleiðtogi heims hverfa af valdastóli en hann hefur áður verið ákærður vegna stríðsglæpa og þjóðarmorðs í Darfúr-héraði í Súdan og hýsti um tíma hryðjuverkamanninn Osama bin Laden. Al-Bashir komst til valda í Súdan fyrir um þrjátíu árum, eða árið 1989. Fór hann þá fyrir valdaráni hersins sem kom hinum lýðræðislega kjörna forseta Sadiq al-Mahdi frá völdum. Árið 1993 tók hann formlega við stöðu forseta landsins en frá vandaráninu hafði hann stýrt landinu sem formaður svokallaðs byltingarráðs.Andstæðingar forsetans hafa fagnað í Kartúm í morgun.EPAÞjóðarmorð og stríðsglæpir Omar al-Bashir varð árið 2009 fyrsti þjóðhöfðingi heims til að vera ákærður af Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag vegna gruns um stríðsglæpi og þjóðarmorð í Darfúr-héraði. Átökin í Darfúr brutust út árið 2003 og samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa um 300 þúsund manns látið lífið í átökunum og um tvær milljónir manna neyðst til að flýja heimili sín. Bashir, sem starfaði á sínum tíma sem fallhlífahermaður innan hersins, tókst þrátt fyrir mikinn þrýsting alþjóðasamfélagsins að halda völdum í landinu. Þar til nú. Mikil mótmælaalda hefur gengið yfir Súdan frá því í desember, en hún hófst eftir miklar hækkanir á nauðsynjavörum og eldsneyti. Þannig greindi ríkisstjórn landsins frá því að verð á brauði myndi þrefaldast. Síðustu vikur hafa mótmælin svo snúist upp í kröfu um afsögn hins þaulsetna forseta. Bashir lýsti yfir neyðarástandi í landinu í febrúar þar sem bann var lagt við fjöldasamkomum og mótmælum. Súdönsk yfirvöld hafa greint frá því að rúmlega þrjátíu manns hafi látið lífið í mótmælunum síðustu mánuði.Omar al-Bashir.EPAMannskætt borgarastríð Alþjóðasamfélagið, meðal annars stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi, hefur harðlega gagnrýnt ákvörðun Bashirs að lýsa yfir neyðarástandi og beindi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna því til stjórnvalda í Súdan að tafarlaust aflýsa neyðarástandinu. Þrátt fyrir að hafa verið ákærður og eftirlýstur af Alþjóðaglæpadómstólnum hefur Bashir getað heimsótt fjölda Afríkuríkja, auk Kína, Malasíu og Sádí-Arabíu. Ekkert ríkið ákvað þó að framselja hann til Alþjóðaglæpadómstólsins. Í valdatíð hans stóð yfir langt og mannsætt borgarastríð þar sem landinu var skipt upp í tvo hluta árið 2011. Varð þá til Suður-Súdan, þar sem íbúar eru að stærstum hluta kristnir, en íbúar Súdans eru flestir arabar og múslimar. Á árunum 1991 til 1996 hélt Bashir hlífðarskildi yfir leiðtoga hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, Osama bin Laden. Eftir hryðjuverkaárásirnar gegn sendiráðum Bandaríkjanna í Kenía og Tansaníu árið 1998, þar sem rúmlega tvö hundruð manns fórust, lét Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti, gera sprengjuárásir á verksmiðju í Súdan sem var talin tengjast bin Laden.Mótmælendur fagna.GettyLítið vitað um einkalíf forsetans Mr Bashir fæddist árið 1944 en foreldrar hans voru bændur í norðurhluta landsins, sem var þá hluti Egyptalands. Tilheyrir hann bedúínaættbálknum Al-Bedairyya Al-Dahmashyya. Hann gekk til liðs við egypska herinn ungur að árum og tók þátt í stríði Egypta og Ísraels árið 1973. Lítið er vitað um einkalíf forsetans. Hann á ekki börn og á sextugsaldri gekk hann að eiga aðra eiginkonu sína, ekkju Ibrahim Shams al-Din sem álitinn er stríðshetja í landinu.
Suður-Súdan Súdan Tengdar fréttir Talið að her Súdans muni taka völdin af forsetanum Íbúar Súdans bíða nú í ofvæni eftir yfirlýsingu frá hernum í landinu en fastlega er búist við því að herinn ætli að taka völdin af forseta landsins Omar Bashir. 11. apríl 2019 07:51 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Talið að her Súdans muni taka völdin af forsetanum Íbúar Súdans bíða nú í ofvæni eftir yfirlýsingu frá hernum í landinu en fastlega er búist við því að herinn ætli að taka völdin af forseta landsins Omar Bashir. 11. apríl 2019 07:51
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent