Innlent

Bensínsprengjumennirnir náðust aldrei

Jakob Bjarnar skrifar
Af vettvangi. Haft var fyrir því að því að grýta grjóti í rúðu og við svo búið var bensínsprengju kasta inn um gluggann. Annarri bensínsprengju var kastað en hún rataði ekki inn um gluggann.
Af vettvangi. Haft var fyrir því að því að grýta grjóti í rúðu og við svo búið var bensínsprengju kasta inn um gluggann. Annarri bensínsprengju var kastað en hún rataði ekki inn um gluggann. visir/vilhelm
Eftirgrennslan Vísis hefur leitt í ljós að mennirnir sem vörpuðu bensínsprengju inn í húsnæði í Súðarvogi leika enn lausum hala.

Vísir greindi frá því í maí á síðasta ári að bensínsprengju, eða mólofoffkokteil, hefði verið varpað inn í íbúð í Súðarvogi. Þar voru þá búsett hjóna af erlendu bergi brotin og tókst þeim að ráða niðurlögum elds sem gaus upp við það. Blaðamaður og ljósmyndari Vísis fóru á vettvang og könnuðu vegsummerki. Málið vakti þá nokkurn óhug. Enda fágætt að bensínsprengjum sé varpað á Íslandi.

Fljótlega lá fyrir að tveir menn lágu undir grun og leitaði lögregla þeirra þá. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, sem fór með rannsókn málsins, vildi ekki staðfesta sögusagnir sem voru uppi þess efnis að málið tengdist átökum í undirheimum og að þau færu þá harðnandi.

Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur aflað sér fóru fram yfirheyrslur í málinu en málið en ákvörðun var tekið í september, af hálfu ákærusviðs, að fella málið niður. Þá á þeim forsendum að ekki væri líklegt að hægt væri að sakfella þá sem teknir voru til yfirheyrslu vegna málsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×