Tveggja manna leitað vegna bensínsprengju í Súðavogi Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2018 11:00 Töluvert átak hefur falist í því að grýta grjóti í rúðuna og brjóta hana. Svo var bensínsprengju kasta inn um gluggann. Annarri bensínsprengju var kastað en hún rataði ekki inn um gluggann. Eldur kom upp í húsi við Súðarvog skömmu eftir miðnætti sunnudagsins síðasta. Þegar lögregla kom á vettvang voru íbúar búnir að ráða niðurlögum eldsins en engu að síður urðu töluverðar skemmdir á húsinu. Fyrir liggur að bensínsprengju hafði verið varpað inn um glugga íbúðarinnar sem er á annarri hæð eftir að steini hafði verið kastað í rúðuna og hún brotin.Tókst að ráða niðurlögum eldsins Í íbúðinni búa hjón af erlendu bergi brotin og tókst þeim að ráða niðurlögum eldsins. Svo vel vildi til að slökkvitæki var við þar sem bensínsprengjan kom niður. Ódæðismennirnir komust undan en þeirra er nú leitað að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns sem fer með rannsókn málsins. Hann segir að lögreglan hafi tvo menn grunaða en þeir hafa ekki komið í leitirnar enn sem komið er. Margeir vildi ekki staðfesta heimildir Vísis þess efnis að málið tengist einhvers konar átökum í undirheimunum. Hann segir að sem betur fer sé ekki algengt á Íslandi að mólótoffkokteilum sé varpað inn um glugga á Íslandi. „Við vitum að tveir menn voru að verki sem við erum að leita að. Við erum með aðila grunaða og erum að vinna í því.“Grjótið sem notað var til að kasta í rúðuna og brjóta hana.VísirÍbúðir í iðnaðarhúsnæði Aðspurður um hvort einhverjar ástæður fyrir þessum gerningi liggi fyrir segir Margeir að ekkert liggi fyrir í þeim efnum. „Það má ímynda sér ýmislegt en ekkert sem liggur fyrir. Og ótímabært að tjá sig um það hver ástæðan er. Það er eitthvað sem kemur í ljós á síðari stigum. Húsið er í iðnaðarhverfi og Margeir segist ekki geta tjáð sig um hvort íbúðir sem í húsinu eru, sem eru nokkrar, séu samþykktar. „Nú get ég ekki sagt til um það en þetta er eins og við erum að sjá í öllum hverfum og öllum hornum, það er búið í öllum skúmaskotum sem nöfnum tjáir að nefna. Ég get ekki sagt til um það. Þetta er iðnaðarhverfi og þar er ekki mikið um samþykktar íbúðir.“Glugginn sem bensínsprengjunni var kastað inn um eftir að hann hafði verið brotinn með grjótkasti.Vísir/VilhelmÖryggismyndavélar í stigagangi Blaðamaður Vísis ásamt ljósmyndara fór á vettvang og skoðaði aðstæður. Búið er að setja spjald í rúðuna en að öðru leyti er ekki búið að ganga frá, til að mynda fjarlægja glerbrot sem liggja fyrir framan húsið. Þarna er ekki mjög snyrtilegt, enda iðnaðarhverfi sem áður segir. Blaðamaður fór inn í stigagang sem þar er, rökkvaðan og ekki er gott að átta sig á því hversu margar íbúðir eru við þann stigagang. Sennilega þrjár á efri hæð og tvær á neðri. Tíðindamenn Vísis knúðu dyra en enginn var til svara. Búið var að koma fyrir öryggismyndavélum í stigaganginum og það var sem einhver væri heima en enginn gaf sig fram.Best að lögreglan veiti upplýsingar Í næsta húsi er blikksmiðja og tveir starfsmenn þar vildu ekkert tjá sig um málið. Sögðust ekki þekkja það en það væri ekki svo að ófriður hefði ríkt á þessum stað. En, best væri að lögregla veitti upplýsingar um málið. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Vísis voru á förum kom út úr húsinu ungur pólskur maður, úr íbúð sem var á neðri hæð hússins, sem sagðist því miður hvorki tala ensku né íslensku, þannig að ekki var um það að ræða að hann gæti tjáð sig um umrætt atvik eða hvernig það væri að fá á sig bensínsprengju um miðja nótt.Fréttamenn Stöðvar 2 fóru á vettvang á mánudag og þá náðust þessar myndir sem sýna vegsummerki eftir hina dularfulla árás, meðfylgjandi. Lögreglumál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Eldur kom upp í húsi við Súðarvog skömmu eftir miðnætti sunnudagsins síðasta. Þegar lögregla kom á vettvang voru íbúar búnir að ráða niðurlögum eldsins en engu að síður urðu töluverðar skemmdir á húsinu. Fyrir liggur að bensínsprengju hafði verið varpað inn um glugga íbúðarinnar sem er á annarri hæð eftir að steini hafði verið kastað í rúðuna og hún brotin.Tókst að ráða niðurlögum eldsins Í íbúðinni búa hjón af erlendu bergi brotin og tókst þeim að ráða niðurlögum eldsins. Svo vel vildi til að slökkvitæki var við þar sem bensínsprengjan kom niður. Ódæðismennirnir komust undan en þeirra er nú leitað að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns sem fer með rannsókn málsins. Hann segir að lögreglan hafi tvo menn grunaða en þeir hafa ekki komið í leitirnar enn sem komið er. Margeir vildi ekki staðfesta heimildir Vísis þess efnis að málið tengist einhvers konar átökum í undirheimunum. Hann segir að sem betur fer sé ekki algengt á Íslandi að mólótoffkokteilum sé varpað inn um glugga á Íslandi. „Við vitum að tveir menn voru að verki sem við erum að leita að. Við erum með aðila grunaða og erum að vinna í því.“Grjótið sem notað var til að kasta í rúðuna og brjóta hana.VísirÍbúðir í iðnaðarhúsnæði Aðspurður um hvort einhverjar ástæður fyrir þessum gerningi liggi fyrir segir Margeir að ekkert liggi fyrir í þeim efnum. „Það má ímynda sér ýmislegt en ekkert sem liggur fyrir. Og ótímabært að tjá sig um það hver ástæðan er. Það er eitthvað sem kemur í ljós á síðari stigum. Húsið er í iðnaðarhverfi og Margeir segist ekki geta tjáð sig um hvort íbúðir sem í húsinu eru, sem eru nokkrar, séu samþykktar. „Nú get ég ekki sagt til um það en þetta er eins og við erum að sjá í öllum hverfum og öllum hornum, það er búið í öllum skúmaskotum sem nöfnum tjáir að nefna. Ég get ekki sagt til um það. Þetta er iðnaðarhverfi og þar er ekki mikið um samþykktar íbúðir.“Glugginn sem bensínsprengjunni var kastað inn um eftir að hann hafði verið brotinn með grjótkasti.Vísir/VilhelmÖryggismyndavélar í stigagangi Blaðamaður Vísis ásamt ljósmyndara fór á vettvang og skoðaði aðstæður. Búið er að setja spjald í rúðuna en að öðru leyti er ekki búið að ganga frá, til að mynda fjarlægja glerbrot sem liggja fyrir framan húsið. Þarna er ekki mjög snyrtilegt, enda iðnaðarhverfi sem áður segir. Blaðamaður fór inn í stigagang sem þar er, rökkvaðan og ekki er gott að átta sig á því hversu margar íbúðir eru við þann stigagang. Sennilega þrjár á efri hæð og tvær á neðri. Tíðindamenn Vísis knúðu dyra en enginn var til svara. Búið var að koma fyrir öryggismyndavélum í stigaganginum og það var sem einhver væri heima en enginn gaf sig fram.Best að lögreglan veiti upplýsingar Í næsta húsi er blikksmiðja og tveir starfsmenn þar vildu ekkert tjá sig um málið. Sögðust ekki þekkja það en það væri ekki svo að ófriður hefði ríkt á þessum stað. En, best væri að lögregla veitti upplýsingar um málið. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Vísis voru á förum kom út úr húsinu ungur pólskur maður, úr íbúð sem var á neðri hæð hússins, sem sagðist því miður hvorki tala ensku né íslensku, þannig að ekki var um það að ræða að hann gæti tjáð sig um umrætt atvik eða hvernig það væri að fá á sig bensínsprengju um miðja nótt.Fréttamenn Stöðvar 2 fóru á vettvang á mánudag og þá náðust þessar myndir sem sýna vegsummerki eftir hina dularfulla árás, meðfylgjandi.
Lögreglumál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira