Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum hefur birt ákæru á hendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks, fyrir samsæri og tölvuglæp. Assange var handtekinn í Lundúnum í morgun og stjórnvöld í Bandaríkjunum óska eftir því að hann verði framseldur. Kristinn Hrafnsson, sem tók við Assange sem ritstjóri Wikileaks síðastliðið haust, segir að framsal myndi setja hrikalegt fordæmi fyrir frjálsa fjölmiðlun. Rætt verður við Kristinn í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Við fjöllum einnig um stöðu framhaldsskólakennara en tugir hafa misst vinnuna vegna styttingar framhaldsskólanna. Formaður Félags framhaldsskólakennara býst við fleiri uppsögnum í vor.

Við segjum frá samningi um stofnun þróunarfélags um risahöfn í Finnafirði, ræðum sjókvíeldi við höfunda kvikmyndarinnar Artifishal sem frumsýnd var í gærkvöldi og segjum frá nýju átaki foreldrafélaga um skjátíma.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×