Maður sem veittist að geðlækni með hníf dæmdur til fangelsisvistar Andri Eysteinsson skrifar 11. apríl 2019 18:47 Dómurinn var kveðinn upp í dag. Vísir/Hanna Karlmaður var í dag dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar vegna fjölda afbrota sem framin voru á árinu 2018. Maðurinn var ákærður fyrir brot meðal annars gegn almennum hegningarlögum og vopnalögum. Maðurinn, sem hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 29. desember, kom fyrst við sögu lögreglu á árinu, 5. júlí síðastliðinn. Þá fannst í buxnastreng mannsins heimatilbúið stunguvopn. Í september síðastliðnum réðst maðurinn gegn geðlækni í viðtalsherbergi bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans á Hringbraut. Maðurinn veittist að lækninum með ofbeldi og dró upp úr vasa sínum 22,5 cm langan kjöthníf og otaði hnífnum fram líkt og hann ætlaði að stinga lækninn í bakið. Geðlæknirinn hörfaði og elti maðurinn hann með hnífinn á lofti og reyndi að stinga hann. Maðurinn var í desember aftur uppvís um það að draga upp eggvopn á almannafæri. Á aðfangadag var hann svo uppvís um hótanir gegn lögreglumönnum með því að segja ef ég mæti þér hérna í myrkrinu þá sting ég þig fyrst“ og „ekki vera fokking aumingi þá kem ég bara og sker bara upp í hálsinn“, ásamt því að hóta ítrekað að stinga þá lögreglumenn sem sendir yrðu til hans. Þá var hann ákærður fyrir fíkniefnalagabrot en í fórum hans fundust 0,84 gr amfetamíns 28. desember. Hinn ákærði var eins og áður segir dæmdur til 12 mánaða fangelsis. Þá var honum gert að greiða sakarkostnað og þóknun verjanda síns. Þá gerði lögregla eftirfarandi upptækt: 0,84 g af amfetamíni, 6 stk. Vermox töflur, heimatilbúið stunguvopn, kjöthnífur af gerðinni Tamintina, tveir eldhúshnífar af IKEA gerð og vasahnífur.Dóminn í málinu má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Karlmaður var í dag dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar vegna fjölda afbrota sem framin voru á árinu 2018. Maðurinn var ákærður fyrir brot meðal annars gegn almennum hegningarlögum og vopnalögum. Maðurinn, sem hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 29. desember, kom fyrst við sögu lögreglu á árinu, 5. júlí síðastliðinn. Þá fannst í buxnastreng mannsins heimatilbúið stunguvopn. Í september síðastliðnum réðst maðurinn gegn geðlækni í viðtalsherbergi bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans á Hringbraut. Maðurinn veittist að lækninum með ofbeldi og dró upp úr vasa sínum 22,5 cm langan kjöthníf og otaði hnífnum fram líkt og hann ætlaði að stinga lækninn í bakið. Geðlæknirinn hörfaði og elti maðurinn hann með hnífinn á lofti og reyndi að stinga hann. Maðurinn var í desember aftur uppvís um það að draga upp eggvopn á almannafæri. Á aðfangadag var hann svo uppvís um hótanir gegn lögreglumönnum með því að segja ef ég mæti þér hérna í myrkrinu þá sting ég þig fyrst“ og „ekki vera fokking aumingi þá kem ég bara og sker bara upp í hálsinn“, ásamt því að hóta ítrekað að stinga þá lögreglumenn sem sendir yrðu til hans. Þá var hann ákærður fyrir fíkniefnalagabrot en í fórum hans fundust 0,84 gr amfetamíns 28. desember. Hinn ákærði var eins og áður segir dæmdur til 12 mánaða fangelsis. Þá var honum gert að greiða sakarkostnað og þóknun verjanda síns. Þá gerði lögregla eftirfarandi upptækt: 0,84 g af amfetamíni, 6 stk. Vermox töflur, heimatilbúið stunguvopn, kjöthnífur af gerðinni Tamintina, tveir eldhúshnífar af IKEA gerð og vasahnífur.Dóminn í málinu má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira