Innlent

Þyngdu dóm yfir manni sem braut gegn barnungum dætrum sínum

Birgir Olgeirsson skrifar
Húsakynni Landsréttar.
Húsakynni Landsréttar. Vísir/Hanna
Landsréttur hefur þyngt dóm yfir manni sem var fundinn sekur um kynferðisbrot gegn tveimur barnungum dætrum sínum. Héraðsdómur Austurlands dæmdi manninn til fjögurra ára fangelsisvistar í fyrra en Landsréttur þyngdi dóminn í sjö ár.

Var maðurinn auk fangelsisvistar dæmdur til að greiða annarri dótturinni 3,5 milljónir króna í bætur en hinni þrjár milljónir króna.

Sjá einnig: Ákærður fyrir áralöng brot gegn dætrum sínum.

Maðurinn hafði áður verið dæmdur til tíu mánaða fangelsisrefsingar fyrir kynferðisbrot gegn elstu dóttur sinni, hálfsystur brotaþola í þessu máli.

Dóm Landsréttar má lesa hér. 


Tengdar fréttir

Fjögur ár fyrir brot gegn dætrum sínum

Karlmaður var fyrir mánuði dæmdur í annað sinn fyrir brot gegn barni sínu. Alls hefur hann hlotið dóm fyrir brot gegn þremur dætrum sínum. Fyrri dómurinn hafði ekki áhrif við ákvörðun refsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×