Kasta upp lyfinu og selja áfram Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. apríl 2019 19:00 Fangar á Litla-Hrauni hafa kastað upp lyfinu suboxone sem ætlað er sjúklingum í viðhaldsmeðferð gegn morfínfíkn og selt það áfram. Um tuttugu fangar fá lyfinu ávísað þrátt fyrir að það sé á bannlista í fangelsum samkvæmt reglum landlæknis. Fyrrverandi fangi segir neyslu á læknadópi hafa stóraukist á Litla-Hrauni. Lyfið suboxone er hægvirkandi ópíumlyf og ætlað sjúklingum í viðhaldsmeðferð við heróín- og morfínfíkn til þess að koma í veg fyrir fráhvarfseinkenni. Lyfið er í töfluformi en á síðustu árum hefur misnotkun þess verið tengd við lyfjaeitranir sé það ekki tekið inn á réttan hátt. Á Litla-Hrauni ávísa læknar lyfinu sem Vogur útvegar. Í dag eru um tuttugu fangar að fá lyfið eða um fimmtungur þeirra sem sitja inni. Lyfið er þó í meiri dreifingu og hefur mælst í föngum sem eiga ekki að fá það. Formaður Afstöðu og fyrrverandi fangi segir neyslu á læknadópi hafa stóraukist innan Litla-Hrauns og að suboxone sé einna algengast. „Árið 2007 fóru fangelsisyfirvöld í stríð gegn vægum fíkniefnum og þá kom þessi vandi upp. Ástandið er miklu verra heldur en það var fyrir áratug síðan. Það er ekki hægt að líkja þessu saman," segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.FBL/EyþórHvernig þá? „Í dag eru lyf og hættulegri efni í umferð. Menn hafa dáið af þeim og verið fluttir á spítala margoft."Hvernig eru menn að komast yfir þetta? „Þetta er fengið frá læknum, þetta er fengið frá SÁA og það er allur gangur á því," segir Guðmundur. Síðasta sumar var suboxone bætt á bannlista Embættis Landlæknis yfir lyf sem ekki má nota í fangelsum nema í neyðartilvikum. Þar segir að lyfið megi einungis nota í undantekningartilvikum, í samvinnu við lækna á sjúkrahúsinu Vogi. Meðferðin eigi að hefjast á síðustu vikum afplánunar, í lægsta mögulega skammti. Um sé að ræða meðferð sem eigi að vera framhaldið á Vogi eftir afplánun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er fyrirkomulagið ekki með þessum hætti. Dæmi eru um að fangar kasti upp lyfinu eftir lyfjagjöf og selji áfram á um tíu þúsund krónur. Guðmundur telur að heilbrigðisstarfsfólk þurfi að sjá um lyfjagjöfina. „Fangaverðir dreifa lyfjunum til þeirra sem eiga að fá lyf. Ég veit að þeir eru á móti því og við erum á móti því. Það þarf að þróa aðrar leiðir og það þarf að leyfa viðeigandi lyf og bæta þessa lyfjagjöf," segir Guðmundur. Fangelsismál Lyf Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Fangar á Litla-Hrauni hafa kastað upp lyfinu suboxone sem ætlað er sjúklingum í viðhaldsmeðferð gegn morfínfíkn og selt það áfram. Um tuttugu fangar fá lyfinu ávísað þrátt fyrir að það sé á bannlista í fangelsum samkvæmt reglum landlæknis. Fyrrverandi fangi segir neyslu á læknadópi hafa stóraukist á Litla-Hrauni. Lyfið suboxone er hægvirkandi ópíumlyf og ætlað sjúklingum í viðhaldsmeðferð við heróín- og morfínfíkn til þess að koma í veg fyrir fráhvarfseinkenni. Lyfið er í töfluformi en á síðustu árum hefur misnotkun þess verið tengd við lyfjaeitranir sé það ekki tekið inn á réttan hátt. Á Litla-Hrauni ávísa læknar lyfinu sem Vogur útvegar. Í dag eru um tuttugu fangar að fá lyfið eða um fimmtungur þeirra sem sitja inni. Lyfið er þó í meiri dreifingu og hefur mælst í föngum sem eiga ekki að fá það. Formaður Afstöðu og fyrrverandi fangi segir neyslu á læknadópi hafa stóraukist innan Litla-Hrauns og að suboxone sé einna algengast. „Árið 2007 fóru fangelsisyfirvöld í stríð gegn vægum fíkniefnum og þá kom þessi vandi upp. Ástandið er miklu verra heldur en það var fyrir áratug síðan. Það er ekki hægt að líkja þessu saman," segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.FBL/EyþórHvernig þá? „Í dag eru lyf og hættulegri efni í umferð. Menn hafa dáið af þeim og verið fluttir á spítala margoft."Hvernig eru menn að komast yfir þetta? „Þetta er fengið frá læknum, þetta er fengið frá SÁA og það er allur gangur á því," segir Guðmundur. Síðasta sumar var suboxone bætt á bannlista Embættis Landlæknis yfir lyf sem ekki má nota í fangelsum nema í neyðartilvikum. Þar segir að lyfið megi einungis nota í undantekningartilvikum, í samvinnu við lækna á sjúkrahúsinu Vogi. Meðferðin eigi að hefjast á síðustu vikum afplánunar, í lægsta mögulega skammti. Um sé að ræða meðferð sem eigi að vera framhaldið á Vogi eftir afplánun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er fyrirkomulagið ekki með þessum hætti. Dæmi eru um að fangar kasti upp lyfinu eftir lyfjagjöf og selji áfram á um tíu þúsund krónur. Guðmundur telur að heilbrigðisstarfsfólk þurfi að sjá um lyfjagjöfina. „Fangaverðir dreifa lyfjunum til þeirra sem eiga að fá lyf. Ég veit að þeir eru á móti því og við erum á móti því. Það þarf að þróa aðrar leiðir og það þarf að leyfa viðeigandi lyf og bæta þessa lyfjagjöf," segir Guðmundur.
Fangelsismál Lyf Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira