Innlent

Björgunarsveitir að störfum í Hafnarfirði

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út vegna hvassviðris sem gengur yfir.
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út vegna hvassviðris sem gengur yfir. Vísir/Vilhelm
Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni að hvassviðri gengur yfir sunnan- og suðvestanvert landið og valdið hefur miklu raski á millilandaflugi um Keflavíkurflugvöll

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu vegna veðursins en tilkynnt var um að þakklæðningar væru að losna á tveimur húsum í Vallahverfi í Hafnarfirði. Þá var björgunarsveitum einnig tilkynnt að kofi á þessi slóðum hafi hreinlega sprungið í verðurofsanum og munu björgunarsveitarmenn tryggja að brak takist ekki á loft

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu að eitt teymi björgunarsveita væri úti að sinna útköllum. Hann sagði að vegna veðurspár væri ráð að fólk hugi að nær umhverfi sínu þar sem spáin fram undir sunnudagsmorgun er ekki góð.

Gul veðurviðvörun er á suðvestur- og vesturlandi auk miðhálendsins og er viðvörunin í gildi til að minnsta kosti miðnættis annað kvöld. Þá er gert ráð fyrir mikilli úrkomu á einhverjum svæðum á Auðurlandi og Suðausturlandi um tíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×