Innlent

Ungur kvikmyndatökumaður varð fyrir barðinu á þjófum

Sylvía Hall skrifar
Þjófarnir höfðu á brott með sér ýmsa hluti sem Andri notar við vinnu sína.
Þjófarnir höfðu á brott með sér ýmsa hluti sem Andri notar við vinnu sína. Facebook
Andri Haraldsson, 21 árs kvikmyndatökumaður, varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að ýmsum munum í hans eigu var stolið úr bíl hans í nótt. Bíllinn, grár Suzuki Jimmy, var lagður á gatnamótum Vatnsstígs og Veghúsastígs.

Um er að ræða dýran búnað sem Andri notar við vinnu sína sem og úlpu sem var í bílnum. Bakpoki frá Lowerpro sem hafði að geyma minniskort og skjá, taska með „Ready Rig“ búnaði og Jökla úlpa frá 66° norður voru horfin þegar Andri kom að bíl sínum.

„Þetta er alveg tjón upp á 600-700 þúsund krónur,“ segir Andri í samtali við Vísi. Hann segist ekki bjartsýnn á að endurheimta hlutina en heldur í vonina um að þjófurinn skili þeim.

Andri hefur biðlað til þeirra sem hafa einhverjar upplýsingar um þýfið að hafa samband við sig. Hann segist ekki ætla að tilkynna þjófnaðinn verði hlutunum skilað en hægt er að skila þeim á Hverfisgötu 105 þar sem hann starfar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×